Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1905, Page 5

Sameiningin - 01.06.1905, Page 5
53 t>á ályktun.að allir málsmetandi náttúrufrœBingar í heiminum aBhyllist breytiþróunar-kenning þá, sem skýrt er frá í bók þessari eftir Hansen lækni. Bókin kemr því fram fyrir ís- lenzka alþýöu undir því yfirskini, a5 þar sé að eins skýrt frá •óyggjandi niörstöðu vísindanna. Til þess menn geti séð, hve fjarri sanni þetta er, viljum vér vitna til merks náttúru- frœðings á Þýzkalandi, sem er sjálfr sannfœrðr um áreiðan- legleik breytiþróunar-kenningarinnar og er nefndr í bók Han- sens læknis. Það er próf. Haeckel, sem vér eigum við. Hann kvartar mjög yfir því, að náttúrufrœðingar sé að tapa trúnni á breytiþróunar-kenninguna, og í því sambandi eru orð hans þessi: „Flestir vísindalegir rannsóknarmenn nútímans eru komnir að þeirri niðrstöðu, að breytiþróunar-kenningin [eink- um Darwinismus] sé villa, sem ekki sé unnt að verja. “ Skyldi próf. Haeckel hafa gjört tölu mótstöðumanna sinna stœrri en hún í raun og veru er? Ólíklegt er það. En þá heföi ekki verið úr vegi fyrir þýðanda Hansens bókarinnar að breyta þeirri gífrlegu staðhœfing, að náttúrufrœðingana greini ■ekki á um það lengr, hvort breytiþróun hefir átt sér stað eðr ekki, því ólíklegt er það, að hann hafi ekki kannazt við neina málsmetandi náttúrufrœðinga, sem að minnsta kosti álitu breytiþróunar-kenninguna ekki full-sannaða. Það væri allt of mikill þekkingar-skortr hjá vísindamanni, því þeim náttúrufrœðingum, sem það gjöra, er óðum að fjölga. Próf. Fleischmann við Erlangen-háskólann á Þýzkalandi mælir eindregið á móti breytiþróunar-kenningunni, sömuleiðis próf. Lionel S. Beale viö King’s College í London á Englandi, og próf. N. S. Shaler við Harvard-háskólann í Bandaríkjunum álítr hana algjörlega ósannaða. Vér nefnum þessa þrjá menn að eins sem dœmi. Það mætti telja upp marga fleiri. En þessir menn eru allir viðrkenndir að standa í fremstu röð meðal náttúrufrceðinga nútímanns. Þó segir Hansen læknir, að breytiþróunar-kenningin sé viðtekin af öllum náttúrufrœð- ingum nútímans, og þýðandinn leiðréttir það ekki. Þessu á •svo íslenzk alþýða að trúa. Hvað viss sem Þlelgi Pétrsson er um að breytiþróunar-kenningin sé sannleikr, þá er þetta •ekki heiöarleg aðferö til að sannfœra íslenzka alþýöu um hið sama.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.