Sameiningin - 01.06.1905, Side 10
58
guS minn!“ Á því leikr enginn vafi, aö biblían kreíst þess
Jesú til handa, að honum sé guðdómlegir eiginleikar eignaö-
ir. Sjálfr sagði hann: ,,Áðr en Abraham var er eg. “ Hann
vitnar um sjálfan sig, áð hann hafi verið hjá föðurnum áðr
en veröldin var grundvölluð. Pá!l samsinnir þeim vitnisburði,
er hann segir um Krist: ,,Hann, sem er yfir öllu, guð bless-
aðr um aldir alda. “ Höíundr Hebreabréfsins lætr í nafni
föðursins þetta sagt við soninn: ,,Þitt hásæti, ó guð, varir um
aidr og æfi. “ — “Allir englar guðs s'cuíu tiibiðja iiann. “ Og
í Opinberunarbókiimi verðr fyrir oss ,,lainb, ein.s og slátrað, *fc
sem tileinkað er valdiö og tilbeiðsla veitt aí hinum himnesku
hersveitum.
Til voru þeir á Krists tímum,sem neituðu guðdómi hans,
en tilbáðu þóhins vegar jehóva ísraels.Prestaráðið gyöinglega
í Jerúsalem dœmdi hann til dauða fyrir þá sök, að hann gjörði.
sig guði jafnan. Að undanteknum fáeinum sadúseum í þeim
hópi, sem eklci trúðu á neinskonar anda, voru allir j?eir ráð-
herrar að trúarjátningunni til Unítarar. Sál frá Tarsus til-
bað guð feðra sinna samfara því, að hann ofsótti kristna.
menn, kvaddi þá til dýfiíssu og dauða fyrir þá sök að þeir til-
báðu Krist eins og guð. Á leiðinni til Damaskus var hann.
eindreginn Unítari þangað til honum vitraðist drsttina í upp-
risudýrð hans. Frá þeirri síund var hann einn þeirra, er
tilbáðu Krist.
I einum skilningi er kristindómrinn ávöxtr sá, sem spratt
fram af blómi gyðingdómsins; en eftir því er þá að muna, a5
það blóm er horfið og að engu orðið eftir að ávöxtrinn hefir
náö íullum þroska. Kristindómrinn kom út úr gyðingdómin-
um eins og fiðrildið lcemr úr yrmlings-hisminu. Gyð-
ingdómrinn er í sannleika hismið, sern fiðrildið hefir
eftir skiliö. Páll varar í bréfum sínum söfnuðina í fornöld
við að stefna í gvðinglega átt. Sumir vildu þá leggja kristn-
um mönnum á herðar ok helgisiðalögmálsins gamla, og Jesús-
hafði áðr talað um aðra, sem ónýttu guðs orð með setningum
sínum. Gyðingdómr þeirrar aldar var fullr af ailskonar helgi-
siðareglum, og rabbínarnir höfðu leikið sér að trúarlegum og;
siðfrœðilegum hártogunum þangað til almenningr vissi