Sameiningin - 01.06.1905, Blaðsíða 12
6o
kallaöir Únítarar eru í raun og veru kristnir, þá má spyrja:
Hvaö þýöir það þá að vera nefndr svo eða svo? Eg gjöri
mér annars enga rellu út af því, þótt Únítarar vilji láta kaila
sig kristna, en hitt vil eg segja góðum mönnum eins og hr.
Dole, aö áðr en gyðingdómr og kristindómr meðnokkru móti
fái orðið eitt verða þeir að gjöra hundruð milíóna kristinna
náunga sinna eins og þeir eru sjálfir. En eins bg stendrgjör-
ir hann vel í aö kannast við þann sannleika, að í augum trú-
aðra manna, eins og þeir almennt gjörast, er hann ekki fremr
kristinn en eg, þótt eg voni, aö góðir kristnir menn elski okkr
allt eins fyrir því. ‘ ‘
I fótspor hins gyðingalega prestaráös, sem dœmdi Krist
til dauöa, hafa margir síðar fetað með því að afneita guðdómi
hans og rísa öndverðir á móti því, aö hann sé Messías heims-
ins.
Celsus, sem uppi var á annarri öld, samdi ritverk það, er
hann nefndi ,,Sannleiks-mál“, og hæddist hann þar á mjög
ruddalegan hátt, eins og ýmsir nútíöar-trúleysingjar, að vitnis-
burði drottins vors um guðdómseðli sitt, afneitaði syndafalli
mannsins, endrlausninni fyrir Krist, skyndilegu aftrhvarfi og
upprisu framliðinna. Hann lýsti yfir því, aö heföi guðdómr-
inn á annað borð tekið á sig mannlega mynd, þá myndi það
ekki hafa orðið á eins lítilmótlegan hátt og birtist í persónu
Jesú. Ein af ákærum hans gegn kristindóminum var það,
sem einmitt er kristindómsins dýrð, að hann hafi leitazt við
að leiða óguölega menn til aftrhvarfs og boðaö syndurum
fagnaöarerindi sáluhjálparinnar.
Á þriöju öld, hér um bil hundrað árum eftir Celsus, birt-
ist nýr forvígismaðr vantrúarinnar, Porfyríus. Hann virðist
hafa veriö kristinn maðr á öndverðri æfi sinni, en gjörðist
þunglyndr, og það svo mjög, að hann hugsaði um ?ð ráða
sjálfum sér bana og með því móti losa sálina úr fangelsi lík-
amans. Á síðari árum þóttist hann vera ekki að eins heirns-
spekingr ,,gœddr œöra vísdómi, heldr og guöleg persóna,
sá er á ynrnáttúrlegan hátt fengi opinberanir af himnum of-
an. “ Hann lýsti yfir því, að hann tryði á einn guö yfir öllu,
enda þótt hann jafnframt tryöi á góða og illa anda, og yrði