Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.06.1905, Side 13

Sameiningin - 01.06.1905, Side 13
6i menn aö halda illu öndunum í stilli. Hann hélt því fram f kenning sinni, aö það væri dyggð að hafna allri fœðu úr dýra- ríkinu, og að ef einhver gæti á sama hátt haldið sér frá jurta- fœðu, þá yrði sá hinn sami enn þá líkari guði. Engu að síðr skírskotaði hann til skynseminnar og sagði, að þar væri hið œðsta dómsvald, enn œðra en ritninganna; enda neitaði hann guðlegum innblæstri biblíunnar og ritaði ýmislegt um spá- dómsbók Daníels, sem hin þýzka skynsemistrú er að berg- mála í nútíðinni og þar með að gjöra almenningi kunnugt. Porfyríus líktist mörgum vantrúuðum mönnum seinni tíða, sem jafnframt því, er þeir afneita guðdómi Krists og guðleg- um innblæstri biblfunnar, hafa ýmislegt annað fyrir satt, sem útheimtir stórkostlega trúgirni. Á fjórðu öld kemr Aríus til sögunnar. Hann var prestr, eða eins og þá var kallað ö 1 d u n g r (,,presbyter“), í Alex- andríu, og hafði hann sök á móti yfirboðurum sínum í kirkj- unni. Hann bjóst við að verða gjörðr biskup, en sú vonhans brást. Gjörðist hann þá ákafr mótstöðumaðr Alexanders þess, er kosinn var til biskupsembættisins, sem hann girntist. Eitt sinn, er Alexander hélt því fram í rceðu til klerka sinna, að Kristr væri jafn föðurnum, sömu veru sem hann, og hefði verið með honum til frá eilífð, reis Aríus upp til mótmæla og neitaði því, að sonrinn sé frá eilífð. Mörg ár stóð hann í fylkingarbroddi vantrúaðra manna, og á kirkjuþinginu í Nícea kynni hann að hafa fengið meira hluta klerklýðsins með sér og villukenning sinni, hefði Aþanasíus ekki verið þar og með biblíulærdómi sínum og mælsku skakkað leikinn, og komið því til leiðar, að rétttrúnaðrinn bar sigr úr býtum. Þá varð til trúarjátningin, sem kennd er við bœinn Nícea og þennan kirkjuföður, Aþanasíus; en í þeirri trúarjátning er yfir því lýst í samhljóðan við kenning ritninganna, að sonrinn sé að öllu leyti föðurnum jafn. Celsus var einskonar algyðistrúar- maðr, líkr þeim Emerson og Lyman Abbott, þar sem þeir Porfyríus og Aríus hins vegar trúðn á persónulegan guð, þótt þeir neituðu guðdómi Krists, og voru því Unítarar í öllum aðal-atriðum kenningar sinnar. Um margar aldir voru þessi vantrúar-öfl starfandi íkirkj-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.