Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1951, Page 4

Sameiningin - 01.01.1951, Page 4
2 Sameiningin sína áleiðis til fyrirheitna landsins, og hlutu að örmagnast á för sinni. Þetta minnir oss á hversu ókleyft það er fyrir menn og þjóðir að sækja fram í sigrandi baráttu, nema að traustið til algóðs Guðs, á náð hans og handleiðslu sé hinn lífgandi máttur í baráttu og stríði hversdagslífsins, er gerir menn hæfa til að sækja fram á sigurleið. Án þeirrar endurnær- ingar sem trúin veitir getum vér ekki sigrandi gengið á hinni torsóttu leið vorri, frá vöggu til grafar. Mátturinn til sigurs fæst eingöngu í samfélagi við algóðan Guð í ör- uggri von og sigrandi trú. Sú er reynsla manna á öllum öldum. Árla í eyðimerkurförinni er frá því sagt að ísrael kom til Mara og dvöldu þeir þar um hríð. Þótt þar væri gnægð drykkjarvatns var sá ljóður á, að vatnið þar var ódrekk- andi sökum þess hversu beiskt það var. Fyrir þekkingu Móse og hlýðni hans við leiðsögn Guðs, gat hann eytt beiskju vatnsins með því að láta tré nokkurt í vatnið, er nam brott beiskju þess og gerði það sætt á bragðið, veitti þyrstum endurnýjaðan lífsþrótt og svölun. Beiska vainið er táknræn merking þess að reynsla vor, er vér verðum svo oft að þola, er engu líkari en ódrekkandi vatni; bikar er oss finnst, að vér ekki getum drukkið; reynsla vor oft þess eðlis, að oss finnst að vér hvorki getum mætt henni eða borið hana. í bitrustu eldraun ævi sinnar í Getsemanegarði, horfandi í augu við krossinn, er óðum færðist nær, sagði sjálfur frelsarinn: „Ef mögulegt er, þá líði þessi kaleikur hjá mér, en þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt“. Höfum vér ekki á vorn mannlega hátt, þannig hugsað og beðið, þegar sár og óvænt reynsla féll oss í hlut? Tréð, er nam brott beiskju drykkjarvatnsins í Mara; er táknræn mynd af lífsins tré: boðskapur fagnaðarerindis Jesú og persónu hans, er fær bætt raunir lífsins og gert þær þolanlegar. 1 boðskap fagnaðarerindisins er svölun að finna við þorsta þeim, er sálir manna kenna til. undir krossburði mannlegs lífs. Beiskja mannlegrar reynslu fær sætleik við áhrifin frá lífsins tré og færir lækningu við lífsins djúpu meinum. Fyrir nokkrum árum siðan kyntist ég yngri manni,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.