Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1951, Page 8

Sameiningin - 01.01.1951, Page 8
6 Sameiningin ir verið í undirbúningi síðan í sumar. Blaðið hóf göngu sína í janúar-byrjun. Flytur það kirkjufréttir og ræðir krist- indómsmál; gefur og gaum að almennum tíðindum, sem snerta kirkju og kristindóm að einhverju leyti. ----------☆--------- Missouri synodan lúterska hefir ákveðið að safna tíu miljón dölum á næstu tveim árum. Sex miljónum af því fé verður varið til styrktar æðri skólum þess kirkjufélags, en hitt gengur til trúboðs heima fyrir og erlendis. ----------•☆•------- Dr. Franklin Clark Fry, forseti Sameinuðu kirkjunnar lútersku, má nú teljast góður og gildur Indíáni. Rauðskinn- ar í Iowa gjörðu hann að kjörsyni og „heiðurshöfðingja“ kynkvíslar sinnar, þegar þing Sameinuðu kirkjunnar stóð víir í Des Moines í haust. ----------☆--------- Internaiional Bible Insiitute heitir skólastofnun á Eng- landi, sem Frederick H. Squire, fyrrum liðsmaður í Hjálp- ræðishernum, setti á fót fyrir þrem árum. Skólinn veitir ungu fólki tveggja ára nám í biblíufræðum og kristindómi og þjálfar námsmannahópinn sérstaklega til trúboðs í þeim héruðum Norðurálfunnar, þar sem Hitlersmenn fyrst; og síðan kommúnistar, hafa ráðið lögum og lofum. Squire annaðist líknarstarf á Þýzkalandi eftir ófriðinn, og honum ofbauð sú andlega hungursneyð, sem þar lá víð- ast í landi. Af þeirri sök stofnaði hann þennan skóla. Hann velur sjálfur nemendurna. Taka þeir hér um bil allir til starfs í hernámshéruðum kommúnista, þegar þeir ljúka námi. ----------☆--------- Kirkjuráð Bandaríkjaþjóðar — National Councii of ihe Churches of Christ in the United States — var stofnað eins og til stóð í byrjun desembermánaðar í borginni Cleveland í Ohio. Stofnunarþingið sóttu sex hundruð erindrekar, en gestir og „athugunarmenn“ (observers) voru þar miklu fleiri — nálægt þrem þúsundum að sögn. Hér um bil öll hin stærri

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.