Sameiningin - 01.01.1951, Síða 9
Sameiningin
7
kirkjufélög í landinu eiga nú samstörf ýmiskonar á vegum
kirkjuráðsins. Utan gátta stendur páfakirkjan vitaskuld, og
eins Missouri synodan og Evangeliska kirkjan norska (báðar
lúterskar); enn fremur Suður-baptistar og mörg smærri
félög. Grísk-kaþólskir flokkar, einir þrír, gengu í sam-
bandið.
Með Sameinuðu kirkjunni lútersku hefir nú litla
Kirkjufélagið okkar komist í hinn lang-stærsta félagsskap,
kirkjulegan, sem til er í landinu. Kirkjuráðið telur 31 miljón
meðlima. Það annast sameiginleg mál og störf ýmiskonar,
sem kirkjufélögin trúa því fyrir. Samtakasviðið mun liggja
að mestu í trúboði, uppfræðslumálum, og afstöðu kirkjunn-
ar við almenn félagsmál.
Henry Knox Merrill, forsætisbiskup i hérlendri deild
ensku kirkjunnar, var kjörinn forseti kirkjuráðsins, mætur
maður, og talinn ágætlega fallinn til þessa embættis.
---------☆----------
;,Gleðirnar“ svo nefndu, eða fjölmennar skemtanir, sem
fyr á öldum fóru fram um jólaleytið á nokkrum stórbæjum
heima á íslandi, fengu snemma ilt orð á sig fyrir svall og
ósiðsemi. Sumar þeirra voru „dæmdar af“, að mig minnir,
í byrjun 18. aldar; þar á meðal „Jörfagleðin" alræmda
vestur á Haukadal. Þó héldust „gleðirnar“ við á ýmsum
stöðum lengi eftir það.
„Yíða er pottur brotinn“. — Jólatíðin sætir nú svip-
aðri vanhelgun hér vestan hafs á mörgum stöðum. Má nefna
til þess gleðimótin, sem búða- og skrifstofufólk sækir í
bæjum í jólavikunni. 1 þeim samkvæmum er einatt drabbað
og drukkið og látið allskonar illum látum fram undir morg'-
un. Þessi „skrifstofumót“ eða Office parties minna víst
margan íslending á „gleðirnar“ sem nefndar voru. — Og
þá þarf ekki að lýsa nýársnætur-svallinu, þegar ofdrykkjan
og ólætin fara tíðum í algleyming.
Leiðandi kennimenn, bæði kaþólskir og mótmælendur,
töluðu djarft um ósóma þennan í vetur á jólaföstu. Verald-
leg tímarit lögðu og orð í belg. Blaðið „Time“ minti les-
endur sína á orð Páls postula, þau sem lesin eru í kirkjum
á fyrsta sunnudag í aðventu: „Framgöngum sómasamlega,
eins og á degi, ekki í ofáti né ofdrykkju, ekki í saurlifnaði né
munaðarlífi