Sameiningin - 01.01.1951, Síða 10
8
Sameiningin
Robert Raikes og Sunnudagaskólinn
Eftir G. J. OLESON
Það hafa verið margvíslegar framfarir í heiminum
síðastliðin 150 ár. Þegar maður lítur yfir aldirnar fram að
byrjun 19. aldar, þá finst manni sem alt hafi staðið í stað
og framþróunin hafi verið yfirtak hægfara, borið saman
við hinar stórstígu framfarir á 19. og 20. öldinni; ekki hafa
nú samt allar framfarir verið til blessunar mannkyninu og
kemur það bezt í ljós, er maður athugar vígvélarnar, sem
vísindin hafa lagt upp í hendurnar á mönnunum, og sem
nú eru ósleitilega noðaðar til eyðileggingar, og sem máske
á eftir að eyðileggja mannkynið, ef menn ekki sjá að sér í
tíma. Til þess að ráða bót á þessu meini, þurfa mennirnir
að sjá „meira ljós“. Já, það þurfa allir menn að verða
kristnir menn, ekki einungis í orði, heldur líka í anda og
sannleika.
Það var morgunroði nýrrar tíðar þegar Sunnudaga-
skólinn var stofnaður í lok 18. aldar og hefir það starf orðið
mannkyninu til margfaldrar blessunar. Var það um 1780
að grundvöllurinn að honum var lagður í smáum stíl á
Englandi, þar sem flestar endurbóta- og frelsishreyfingar
hafa átt sín upptök. Maðurinn, sem hornsteininn lagði, var
Robert Raikes, blaðamaður í Gloucester, hann var fæddur
þar 1735. Faðir hans var ritstjóri Gloucester Journal, og
þegar hann dó 1757 tók Robert sonur hans við ritstjórninni.
Hann var lifandi endurbótamaður, og beitti hann blaði sínu
gegn spillingunni, ranglætinu og margs konar áberandi
misfellum í þjóðlífinu, sérstaklega barðist hann fyrir end-
urbótum á hegningarlögum landsins og mannúðarlegri með-
ferð á föngum. Fangelsin voru full af allskonar lýð sem
ranglátt þjóðfélags fyrirkomulag skapaði; þar ægði öllu
saman: forhertir glæpamenn og unglingar, konur og karlar,
sem voru þar margir fyrir litlar eða engar sakir. Þá voru
menn hnepptir í fangelsi fyrir skuldir smáar og stórar, og
engri sanngirni eða réttlætistilfinningu beitt. Börn margra
þeirra, sem í fangelsi sátu, ráfuðu um borgar strætin sem
dýr merkurinnar, hungruð og illa á sig komin í leit eftir
einhverri björg; í fangelsi voru mörg þeirra sett fyrir litlar
eða engar sakir. Fangelsin voru herfilegustu mannabústað-