Sameiningin - 01.01.1951, Side 11
Sameiningin
9
ir, óhrein og köld, og án allra Jífsþæginda. Þarna voru
aumingjarnir seku, hungraðir, sem næst klæðlausir, og í
öllu tilliti við herfilega meðferð. Þetta og margt annað lét
Robert Raikes sig miklu skifta, hann vann sem víkingur,
en að græða peninga var ekki hans hugsjón, heldur mikið
frekar að láta gott af sér leiða 1 mannfélaginu; hann vildi
vekja þjóðina til umhugsunar um ástandið eins og það var.
Honum ofbauð ástand æskulýðsins, sem með blóti og
formælingum og í dróma siðleysis og þekkingarleysis. —
þá voru engir skólar fyrir börn hinna fátæku — ráfaði í
hópum um borgina. Hann ásakaði ekki unglingana; hann
kendi í brjósti um drengina og vildi hjálpa þeim til betra
og fullkomnara lífs. Hann skellti skuldinni á mannfélags
fyrirkomulagið. Þegar honum var sagt að alþýðan gæti ekki
tekið neinum framförum og hefði engan rétt til mentunar,
þá mótmælti hann því sterklega, sagði að ríkið hefði engan
rétt til að beita hegningarlögum, nema því aðeins að það
gengi á undan með það að upplýsa þjóðina, og hjálpa henni
áfram á braut lífsins til æðra siðgæðis og dygða, og fyRri
kristilegrar menningar.
Það var árið 1780, að Robert Raikes átti erindi í þann
hluta borgarinnar, sem nefnt var Catherin’s Meadows, sem
var með ömurlegustu fátækrahverfum í borginni (Slum) og
þó hann hefði Rfað í Gloucester aRa æfina — 45 ár — þá
varð hann svo steini lostinn yfir því að sjá svo ömurlega
fátækt og vesaldóm eins og þarna horfðist í augu við hann.
Alls staðar voru börn og unghngar í hópum sem villudýr
merkurinn, horuð, klæðlítil og óhrein. Raikes sem var vinur
æskunnar var mjög áhyggjufullur yfir því sem hann sá,
hafði hann þó séð margt ljótt. Hann átti erindi við garð-
yrkjumann, og er hann var að tala við konu garðyrkju-
mannsins, barst honum til eyrna ógurleg hljóð, org, blót
og formælingar frá þessum villuráfandi barnahópum. Hann
spurði konuna hvort þessi börn ættu heima í þessu ná-
grenni og kvað hún já við því, og ef þú værir hér á sunnu-
dag, og heyrðir og sæir hvað hér fram fer, mundi þér
óefað blöskra, því þá eru þau laus frá vinnu á verkstæð-
unum og slá sér saman í hópa. Hávaðinn, öskrin og for-
mælingarnar, eru svo hræðilegar að orð fá ekki lýst, Rkast
því sem maður væri kominn í hinn eilífa kvalastað.
Það sem Raikes sá þennan eftirminnilega dag varð til