Sameiningin - 01.01.1951, Síða 12
10
Sameiningin
þess, að hann ákvað að stofna Sunnudagaskóla, og ákvað
að reyna að hjálpa þessum villuráfandi unglingum — drengj-
um og stúlkum -— frá dauðanum til lífsins. Hann var í vafa
um það, hvort það mundi hepnast og hafa árangur, en hann
var fast ákveðinn í að gjöra tilraun.
Robert Raikes fann fljótt konu, er Mrs. Meredith hét,
sem fyrsta kennara, hún bjó í hverfi sem nefnt var Sooty
Alley, sem var eitt ömurlegasta fátækrahverfi í borginni.
Raikes borgaði henni 1 skilding fyrir að mega nota eld-
húsið hennar á sunnudögum, fyrir skólann. Á þennan stað
smalaði Raikes öllum þeim villuráfandi drengjum sem
hann gat fest hendur á. Gekk þetta starf í fyrstu á ýmsum
endum; strákarnir voru margir baldnir, og alveg óupplýstir,
og réði Mrs. Meredith ekki vel við þá, er hún var ein, en
hann hafði sérstakt lag á því að hafa vald yfir þeim. Og
urðu margir þeirra honum brátt undirgefnir. Komst Raikes
skömmu seinna í kynni við konu, sem hét Mary Critchley.
Leizt honum vel á hana sem sunnudagaskóla kennara; hún
átti sterkan vilja, og var góðum hæfileikum gædd; hún var
mikil fyrir sér, og treysti Raikes henni til þess að hafa
hemil á óþægu strákunum. Henni leizt vel á þetta áform
Raikes, og hún flutti þegar í stað í stórt hús, sem var ná-
lægt kirkju þeirri, sem þar var í hverfinu. Þarna stofnaði
Robert Raikes í rauninni hinn fyrsta Sunnudagaskóla, því
eldhúsið hjá Mrs. Meredith í Sooty Alley var til bráða-
birgða, meðan leitast var við að finna annað betra pláss og
hentugra, en nú var bætt úr því. Á þessu nýja heimili tóku
nú Raikes og Critchley til starfa. Hann smalaði drengjunum
þangað, og hún tók við þeim og lögðu þau bæði saman til
að kenna þeim og skapa fyrir þá nýtt líf. Aðeins voru það
drengir er boðið var í skólann í fyrstu. Raikes átti undir
högg að sækja að fá þá til að koma í skólann og hún hafði
fult í fangi að ráða við þá sem komu. Sumir stærri dreng-
irnir komu fyrir forvitnissakir, og komu svo aldrei aftur.
En smátt og smátt bættust nýir við og brátt fór skólinn að
hafa betrandi áhrif á meiri hlutann. Og drengjunum, jafn
vel þeim eldri, sem lengst voru komnir 1 spillingunni, fór
að þykja vænt um Raikes, og þeir fóru að beygja sig undir
vald hans. Tæpt stóð það fyrst í stað, að þau gæfust ekki
upp. Stundum þegar tíminn var úti var Mrs. Critchley við
það að gefast upp, henni fanst það bara tímaeyðsla, hún gat