Sameiningin - 01.01.1951, Síða 13
Sameiningin
11
ekki séð árangurinn, og hún hafði svo litla von, að fram-
tíðin yrði bjartari, en hann vildi ekki gefast upp og reyndi
við hvert tækifæri að tala í hana kjark og sýna henni fram
á að hér og þar vottaði fyrir ofurlitlum árangri, og loks
kom að því að árangur var sýnilegur, drengirnir fóru að
koma reglulega. „Við verðum að reyna, reyna, reyna áður
en við gefumst upp“, sagði Raikes.
Allar endurbótahreyfingar í heiminum hafa mætt
grimmilegri mótspyrnu, í sumum tilfellum af því að það
kom í bága við hagsmuni manna eins og til dæmis vínsal-
an, eða örðugleikar við kristniboð Páls postula í Efesus,
einnig trúleysi manna og hræðsla við allar nýjungar. Allir
endurbótamenn eiga undir högg að sækja, og þurfa allan
kraft, sem þeir eiga í sál sinni til að standa í fremstu víg-
línu og sigra, og Robert Raikes var engin undantekning.
Hann var ofsóttur leynt og ljóst, og svo var mótstaðan sterk
að Pitt-stjórnin var komin á fremsta hlunn með það að
banna sunnudagaskóla með lögum, en þó varð nú ekki af
því. En uppörfun fékk hann litla fyrst í stað, jafnvel prest-
arnir sumir gáfu þessu starfi lítinn gaum og jafnvel voru
því andvígir, og sex ár liðu áður en kirkjufeðurnir í Glou-
cester lögðu því nokkurt lið. Á Skotlandi var sérstaklega
móstaðan mikil og einn skozkur leiðtogi sagði: „Þessir
skólar mundu á endanum eyðileggja alt heimilis- og trúar-
líf“. Á hinn bóginn leið ekki á löngu þar til margir fóru að
veita þessu starfi eftirtekt og sannfærast um, að hér var
eitthvað á ferðinni, sem var fagurt og nytsamlegt, og í
hverjum stað, sem sunnudagaskóli var stofnaður var sýni-
legur árangur. menn fóru að koma úr fjarlægum stöðum
til að sjá með eig'in augum hvað var að gjörast, og brátt fór
þessi hreyfing sem eldur í sinu um alt landið og alt fólk
með heilbrigða sansa og skynsemi viðurkendi hreyfinguna
og lagði henni lið.
Skósmiður einn, James Kemp, að nafni gekk frá heimili
sínu í fjarlægu þorpi til Gloucester 220 mílur til að sjá
Sunnudagaskólann með eigin augum.
Drottningin á Englandi sendi eftir Raikes, og fékk af
hans eigin vörum sögu þessarar merkilegu hreyfingar, og
konungurinn George III. gaf hreyfingunni sitt fulltingi.
Til Bandaríkjanna barst fræið 1786 og fyrsti skóli var
stofnaður í Hanover County í Virginia. Síðan hefir hann