Sameiningin - 01.01.1951, Qupperneq 16
14
Sameiningin
búinn er nú að stríða/og sælan sigur vann“./Við leggjum
aftur augun en horfum með okkar sálarsjón á blessaðan
líf-gjafann okkar, sem er líðandi, blæðandi og deyjandi
með andlit alblóðugt. Hann horfir í andlit Föður síns, með
óviðjafnanlegri viðkvæmni og segir: „Faðir, fyrirgef þeim,
því þeir vita ekki hvað þeir gjöra“. Þar verðum við alveg
gagntekin af dásamlegri opinberun frá algóðum Guði og
segjum við Drottin í þeirri hrifningu:
„Ég má vel reikna auman mig,
einn í flokki þeirra manna,
sem í kvölinni þjáðu þig;
það voru gjöld syndanna.
En þú sem bætir brot mín hér,
bið þú nú líka fyrir mér,
svo fái ég frelsun sanna“.
Á sömu stundu losnum við við syndina sem aðskilur
okkur frá Guði. Hún er færð í burt frá okkur eins langt
eins og austrið er frá vestrinu, en í staðinn fyrir hana
flóir eilífa lífið inn í tilveru vora, því að „laun syndarinnar
er dauði en náðargjöf Guðs er eilíft líf fyrir Jesúm Krist
vorn Drottin“. Þá lyftum við hjörtum okkar til himins að
náðarhásæti Drottins. Við föllum 1 anda við fætur hans,
föðmum þær og segjum:
„Hjartans instu æðar mínar
elski lofi prísi þig,
en hjartablóð og benjar þínar,
blessi, hressi, græði mig.
Hjartans þíðar þakkir fínar,
þér sé gæzkan eilífleg“.
Af öllu hjarta meðtökum við hann sem okkar persónu-
legan Frelsara, og gefum honum okkar líf og biðjum hann
um náð, að við megum elska hann og fylgja honum alla
æfidaga vora. Við segjum:
“My life, my love I give to Thee,
Oh Lamb of God who died for me,
Oh may I ever faithful be
My Saviour and my God”.