Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.01.1951, Side 18

Sameiningin - 01.01.1951, Side 18
16 Sameiningin þroska alt nytsemdarlíf jarðarinnar, eins leitar Guð að instu hjartataugum mannanna, til þess að lífga þar alla dygð og dásemd. Hann kom til mannkynsins í litlu barm á jólunum. Hann sækist eftir að senda ljóma sinn inn í allar sálir til að göfga þær og blessa, á öllum stundum, alstaðar. Guð vill gjöra alt árið að jólum. Þessi orð um sól Guðs fyrir það sem á að vaxa á jörðinni og sól Guðs fyrir það, sem á að dafna í anda mannsins, leiðir að oss fögrum orðum í spádómsbók Malakí: „Drottinn segir: yfir yður sem óttist nafn mitt mun réttlætissólin upp renna með græðslu undir vængjum sínum“. Og fagurlega lýsir Matt- hías þeirri sól, með þessum orðum: „Hún flytur líf og líknarráð, hún ljómar heit af Drottins náð“. Betlehemsstjarnan og nýárssólin báðar boða komu Guðs. Lesari góður. „Getur nokkuð glatt þig fremur, Guð þinn sjálfur til þín kemur?“ Hljómi þá frá sérhverju hjarta: „Ég opna hlið míns hjarta þér, ó, herra Jesú bú hjá mér, að fái hjálparhönd þín sterk þar heilagt unnið náðarverk“. Sameiningin flytur öllum lesendum sínum einlægar óskir og bænir um sanna velferð bæði líkamlega og andlega, á árinu nýja, sem Guð hefir gefið oss, en sérstaklega vill hún flytja sérhverjum þeirra þessa bæn: „Ó, sjá þú Drottins björtu braut“. Það er braut sannleikans og hins eilífa kærleika, braut náðar og miskunnar. Eftir þeirri braut kemur Guð til þín og færir þér gjafir sínar, en bezt allra gjafa hans er Jesús Kristur. Þegar þú hefir af öllu hjarta tekið á móti honum sem Frelsara þínum, þá hefir þú fundið brautina til Himna- föðursins, því Jesús Kristur er vegurinn, sannleikurinn og lífið. — Gefðu honum hjarta þitt. R. M.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.