Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1958, Page 3

Sameiningin - 01.12.1958, Page 3
Sameiningin ------------------------------- A quarterly, in support of Chureh and Christianity amongst Icelanders Published by THE EVANGELICAL LUTHERAN SYNOD OF NORTH AMERICA Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Editor: DR. V. J. EYLANDS 686 Banning St., Winnipeg 10, Manitoba, Canada Treasurer: MRS. B. S. BENSON, 757 Plome St., Winnipeg 3, Manitoba Jólin — æskci og elli Séra K. K. Ólafsson Jólin eru hátíð barnanna. Þau minnast fæðingar hins helga Jesú barns, sem óx og þroskaðist að vizku og náð hjá Guði og mönnum og auðsýndi foreldrum sínum hlýðni í hvívetna. Er hann kom til aldurs, reyndist hann frábær barnavinur. Hann tók þau að sér og blessaði þau, og þegar skammsýnir lærisveinar hans ömuðust við þeim, voru orð hans skýr: „Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því slíkum heyrir Guðs ríki til.“ Þannig kannast hann við næmleik þeirra fyrir Guðs ríkis boðskap þeim er hann flutti. Engin furða því að hann hefir laðað að sér börnin og að fæðingarhátíð hans hefir í raunveru- legri merkingu orðið tileinkuð börnum og æskulýð. Venjur og jólasiðir hafa myndazt á þessum grundvelli, og hvívetna þar sem haldin eru jól nær fögnuður þeirra í ríkum mæli til barnanna og hinna ungu. Augljóst er að þetta allt er mjög viðeigandi og réttbært. En í sambandi við þetta jólaávarp hefi ég þá tilfinningu að það muni að sjálfsögðu verða lesið aðallega af öldruðum og aldurhnignum. Til þess eru eðlilegar ástæður. Þeim fækkar, nema meðal hinna eldri, sem lesa íslenzkt mál og hafa not af því. Þess vegna ætla ég mér að þessu sinni sér- staklega að hafa í huga hina eldri og vekja athygli á því, að þó jólin séu í mjög verulegri merkingu hátíð barnanna, þá stendur það ekki í vegi þess að fólk á öllu aldursskeiði fái tileinkað sér fögnuð þeirra og þýðingu. Barnshugurinn getur verið eign allra, og gildir þá á víðtækum grundvelli að slíkum heyrir Guðs ríki til. Þar einnig koma til greina orð Jesú, er hann tók lítið barn og setti það hjá sér og sagði

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.