Sameiningin - 01.12.1958, Page 4
2
Sameiningin
til hinna viðstöddu: „Hver sem tekur á móti þessu barni í
mínu nafni, tekur á móti mér.“ Því er ekki ófyrirsynju
að eiga samleið með börnunum, hafa opið hjarta gagnvart
þeim og að halda jól í þeirra anda. Með þetta í huga vil ég
beina orðum mínum fremur til hinna öldruðu og aldur-
hnignu en þeirra sem yngri eru.
í þessu efni tala ég úr hópi þeirra, sem árin hafa færzt
yfir. Ég vil minna okkur á, að á þessu aldursskeiði eigum
vér ríkt tækifæri til að njóta mikils fagnaðar á þessari
hátíð gleðinnar. Þess má minnast að meðal hinna fáu, sem
ritningin greinir frá að fögnuðu yfir komu Jesú meðan
hann var enn smábarn, voru tvær háaldraðar menneskjur —
Símon og Anna. Er þess getið að Anna lofaði Guð og talaði
um hinn nýfædda frelsara við alla, sem áttu vonir fyrir-
heitisins, og lofsöngur Símonar heldur áfram að hljóma í
guðsþjónustum kristinna manna fram á okkar dag sem einn
fagrasti þátturinn í þeim gleðilofsöng, er koma Jesú hefir
vakið í lífi mannanna. Bendir þetta til þess að ekkert aldurs-
takmark er sett því að eiga ríkan og dýrmætan þátt í allri
þeirri gleði og blessun sem jólunum tilheyra, ef hlutað-
eigendur hafa vakandi hug fyrir því er Drottinn hefir fyrir
oss gert. Vér sem hér eigum hlut að máli höfum því fylstu
ástæðu til þess að horfa mót hinni komandi jólahátíð og
öllum jólahátíðum er Drottinn leyfir oss að lifa, í ríkri með-
vitund um þá blessun, sem vér hljótum og höfum hlotið í
sambandi við hann er jólin tigna .
Þeir öldruðu og aldurhnignu eiga ríkari endurminningar í
sambandi við jólin en aðrir. Endurminningar þeirra ná yfir
lengra bil og það liðna hlýtur dýrðlegri uppljóman í hugum
þeirra en annara. Þetta á sérstaka heimfærzlu í sambandi
við þá, sem nú skipa sess hinna eldri. Líf þeirra hefir náð
yfir tímabil, sem átt hefir miklar breytingar á ytri kjörum
lífsins. Endurminningar þeirra ná til þess tíma, þegar hið
ytra umhverfi jólahátíðarinnar var mjög með öðrum hætti
en nú tíðkast. Það var ekkert ríkmannlegt við „jólin í
bjálkakofanum.“ Þau voru sneydd miklu af þeim yfirborðs
glæsileik, sem nú er alsiða, en héldu engu síður þeim
tökum á hugum og hjörtum er seint fyrnast. Ég er ekki að
reyna að gera lítið úr jólagleði síðari tíma, því ég á margar
ríkar gleðiminningar frá síðari árum, heldur aðeins að halda
því fram að endurminningar um jólin á frumbýlingsárunum