Sameiningin - 01.12.1958, Síða 5
Sameiningin
3
vermi hjörtun alveg sérstaklega, því þeim fylgir augljós
meðvitund um að hér var um það að ræða, sem engin ytri
kjör gátu skyggt á. Hér er veruleiki, sem yfirgnæfir ytri
ástæður. Það styrkir trú vora að lifa í þeim endurminn-
ingum og gera þær ávaxtasamar fyrir nútímann. Vér þörfn-
umst þess ætíð að þreifa á þeim krafti, sem fylgir erindi
jólanna. Hvað mjög sem vér metum velsæld nútíðar jóla,
er hún aðeins ytri búningur. Allt er undir því komið að eiga
hinn innri frið og blessun, sem Kristur færir mönnum. í
því sambandi er verðmætt að eiga endurminningar um fá-
tækleg jól, sem þó voru rík af gleði.
Vér hinir eldri eigum líka lengri og ríkari reynslu
fyrir því hvernig kristindómurinn reynist í lífinu. Vér
eigum eflaust öll ljósa meðvitund um að vér höfum fátæk-
lega ávaxtað þau áhrif er frá Kristi hafa streymt inn í líf
vort, en engu að síður höfum vér þreifað á því í öllum veik-
leika að frá honum stafar sú ríkasta blessun, sem vér
höfum orðið fyrir. Reynslan hefir staðfest hvað mjög verð-
mæti trúar á Krist birtast í lífinu. Hlýðni við hann opnar
dyr til fyllra lífs, og til vanrækslu á því sem hann innrætti
og gróðursetti má rekja mesta böl mannlífsins. Þetta er
fyrir oss ekki einungis erfikenning, heldur sannleikur stað-
festur í reynslunni. Enginn fögnuður getur verið meiri en
þeirra er þreifað hafa á mætti Krists á vegum lífsins. Það
gefur fagnaðarrík jól.
Kynslóðin, sem ólst upp hér á vesturslóðum í íslenzku
umhverfi og nú er við aldur, naut nokkurs er leggur ómetan-
legan skerf til sannrar jólagleði. Hún var uppalin við ís-
lenzku jólasálmana og naut áhrifa þeirra. Ég get borið því
vitni að einskis hefi ég saknað eins mikið síðan ég hætti að
þjóna íslenzkum söfnuðum og íslenzku sálmanna — og þá
alveg sérstaklega jóla- og páskasálmanna. Að hafa notið
þeirra um langan aldur er óviðjafnanleg blessun, sem færir
með sér yl og hrifningu og lýsir upp hverja hátíð og þá
ekki sízt jólin. Þessa gætir því fremur hjá einstaklingunum,
er þeir hafa lært mikið af sálmunum utanbókar, eins og
tíðkaðist svo mjög í uppeldi eldri kynslóðarinnar. Það var
uppeldisaðferð, sem veitti mikinn árangur í bráð og lengd.
Aukatekja af því, þegar árin færast yfir, er að eiga þar
sjóð af dýrmætum ljóðum, sem minnið getur gripið til þegar
mest ríður á. Ég minnist þess frá prestsskaparárum mínum