Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1958, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.12.1958, Blaðsíða 11
Sameiningin 9 Einu sinni enn kemur boðskapur Aðventunnar til okkar, er jólin nálgast. í bréfi til Rómverja sem lesið er þennan dag í kirkjunni, flytur Páll söfnuðinum í Róm hinn vekj- andi boðskap frá Kristi, og þessi sami boðskapur er jafn þýðingarmikill kirkjunni í dag. Kirkjan er voldug stofun og býr yfir miklum krafti. En um of er hún oft sofandi á verðinum, sljó og stöðnuð. Og sjálfsagt hefur aldrei verið eins brýn þörf á því í þessum heimi ótta og kúgunar, að kirkjan heyri rödd Krists og boðskap, sem kallar til starfa og býður hið sanna frelsi. „Liðið er á nóttina, en dagurinn er í nánd.“ Því er brýn þörf að leggja af verk myrkursins og klæðast hertygjum ljóssins. „Og gjörið þetta því heldur sem þér þekkið tímann, að yður er mál að rísa af svefni.“ Séra Valdimar Briem hefur túlkað þetta kall um að vakna og vinna mjög sterklega: „Vaknið, raust af himni hljómar, sem hátíðleg og kröftug ómar um grafir degi dómsins á.“ Já, koma Krists í þennan heim olli stórkostlegustu vakningu, sem heimurinn hefur nokkru sinni orðið vitni að. „Blindir fengu sýn og haltir gengu, líkþráir hreinsuðust og daufir heyrðu, og dauðir upprisu, og fátækum var boðað fagnaðarerindið.“ (Mt. 11, 5.) Hann sem sagði, „Ég er kominn tli að varpa eldi á jörðina,“ (Lk. 12, 49.), kveikti með mönnum óslökkvandi eld, svo að dýrð Guðs lýsti inn í innstu myrkur mannlegrar sálar. Hann varð sá hreinsunareldur, sem máði syndina og sorann burt úr lífi margra og gjörði þeim fært að halda von- glaðir og öruggir í sigurátt. Þetta var eldur kærleikans, sem náði hinum daufustu eyrum og sljóvustu augum, svo að menn sneru sjónum sínum frá eymd og afbrotum og fengu frelsi og frið og nýja útsýn og markmið. Þessi fagnaðarboðskapur var ætlaður hinum fátæku í anda, hinum hógværu og lítillátu, sem sannarlega munu erfa jörðina. Þessir urðu þjónar hans og lærisveinar. Og ljós þeirra skyldi lýsa mönnunum til þess að þeir sæju góðverk þeirra og vegsami Föðurinn í himnum. En hversu dauft brennur víða þessi eldur meðal kyn- slóðar okkar. Fáir hafna að vísu krafti kærleikans á þessum tímum í hinum frjálsa heimi. Fáir mundu gerast beinlínis andstæðir kirkju Krists. Það er jafnvel víst að margir,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.