Sameiningin - 01.12.1958, Page 12
10
Sameiningin
sem annars sjást sjaldan innan dyra helgidómsins, mundu
rísa til harðra mótmæla, ef starfsemi hennar yrði lögð
niður. En slíkar raddir eru ekki knúðar þeim eldi og áhuga,
sem Kristur einn getur vakið í brjóstum lærisveina sinna,
heldur miklu fremur bergmál vana og hefðar, sem sættir
sig við orðinn hlut og vilja ekki leggja það á sig að flytja
lifandi boðskap Krists, er varpar eldi að soranum í lífi
manna og kallar á þá að varpa af sér oki því, sem ill hugsun
og óhrein breytni leggur á þjóðir sem einstaklinga.
Þau orð Krists um söfnuðinn í Laódíkeu, eiga erindi til
kirkjunnar í dag: „Ég þekki verkin þín, að þú ert hálf-
volgur, og ert hvorki kaldur né heitur, betur þú værir
kaldur eða heitur. Því er það af því þú ert hálfvolgur, og
hvorki heitur né kaldur, mun ég skyrpa þér út af munni
mínum.“ (Op. 3, 15.)
Það gerðist eitt sinn í lítilli borg vestan hafs, að eld-
ingu sló niður í kirkjunni og brann hún til grunna. Ekkert
var við ráðið, en mikill mannfjöldi safnaðist saman til að
sjá eldsvoðann. Presturinn tók þar eftir kunningja sínum,
sem aldrei kom til kirkju, og sagði við hann hæðnislega:
„Þetta er í fyrsta skipti, sem ég sé þig við krikju.“ Maður-
inn svaraði: „Já, og þetta er í fyrsta sinni, sem ég sé
brennandi kirkju.“ Svar þetta varð prestinum mikið um-
hugsunarefni. Og það er mikið íhugunarefni fyrir alla, því
að kirkjan er ekki fyrst og fremst bygging eða stofnun,
heldur fólk eins og þú og ég, sem hafa verið skírðir í nafni
Guðs og kölluð til að þjóna Kristi, og því talar Páll beint
til okkar, er hann ritar: „Verið brennandi í andanum.“
Grátur barnsins, sem fæddist í Betlehem forðum, vakti
heiminn til ljóss og nýrra vona. Hann hefur vaxið og vakið,
og enn hljóma kirkjuklukkurnar og bera ómana frá hinum
fyrsta fagnaðarsöng:
„Rísið upp úr gleymdum gröfum,
og gangið út úr djúpum höfum.
Nú dynja lúðurhljóðin há.“
í skammdegisskuggum skín mikið ljós frá Honum, sem
kom og bjó með mönnum. Orð Jesaja rættust og hafa enn
gildi: „Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér mikið ljós, yfir
þá sem búa í landi náttmyrkranna skín ljós . . . . því að barn
er oss fætt, sonur er oss gefinn, á hans herðum skal höfð-