Sameiningin - 01.12.1958, Blaðsíða 13
Sameiningin
11
ingjadómurinn hvíla. Nafn hans skal kallað undraráðgjafi,
guðhetja, eilífðarfaðir, friðarhöfðingi.“
Þessi boðskapur er sínýr gleðigjafi. Og um allan heim
eru nú þess augljós merki, að menn vænta sér frelsis og
friðar frá boðskap Krists. Frelsi manna hefur ætíð verið
dýrkeypt, en aldrei sem á krossins á Golgata. Þjóðirnar
hafa glatað sjálfstæði sínu sökum hóglífið og áhugaleysis
um vandamál sín. Frelsi Guðs má einnig glata og af sömu
ástæðum. Því reynir á hvern kristinn mann að halda vöku
sinni og rísa upp til starfs og baráttu fyrir ríki Guðs meðal
manna.
Hið sanna og eina varanlega frelsi hvers einstaklings
er náðargjöf Guðs. Það er Hann, sem hefur veitt það, en
við höfum vald til þess að varðveita það eða tortíma því.
Það fer eftir vilja okkar.
Það er til saga um vitran mann, sem leysti úr vanda
margra er komu jafnvel langt að, til þess að leita ráða hjá
honum. I sömu byggð var einnig ungur og gázkafullur
maður, sem lagði lítið upp úr vizku hins aldna manns. „Við
skulum leika á gamla mannnin,“ sagði hann við félaga sína.
Þeir töldu það erfitt, því að oft höfðu þeir orðið vitni að viti
hans og speki. En ungi maðurinn taldi sig hafa ráð til þess.
Þeir skyldu fara til gamla mannsins einhvern sunnudaginn,
þegar margt fólk væri saman komið hjá honum og yrði það
þá vitni að ráðþroti hans um leið. Ungi maðurinn sagðist
ætla að hafa fugl í hendi sinni og láta gamla manninn geta
til hvað það væri sem hann héldi á. „En ef hann getur nú
rétt,“ sögðu félagarnir. „Þá mun ég spyrja hann, hvort
hann haldi fuglinn dauðan eða lifandi. Ef hann segir að
hann sé dauður læt ég fuglinn fljúga burtu.“
„En ef hann segir, að fuglinn sé lifandi?“ spurðu þá
hinir .
„Þá mun ég gæta þess, að kyrkja fuglinn í greip minni,“
svaraði hinn ófyrirleitni æskumaður. Félagar hans hlógu
að ráðabruggi hans og næsta morgun voru þeir allir saman
komnir hjá gamla manninum. Ungi maðurinn ruddi sér
braut gegnum mannþröngina, sem þar var saman komin,
og hrópaði til gamla mannsins: „Hvað er það sem ég held á?“
„Er það ekki fugl,“ svaraði hann. „Jú, en hvort er hann
lifandi eða dauður?“ Gamli maðurinn leit hryggum augum
á unga manninn, því að hann vissi hvað honum bjó í brjósti,