Sameiningin - 01.12.1958, Qupperneq 14
12
Sameiningin
en svaraði: „Sem þú vilt, sonur minn, sem þú vilt.“
Mannkynið og einstaklingar þeir, sem þjóðfélögin
mynda, halda fugli frelsisins í hendi sér. Það er á valdi
okkar og þá sérstaklega þeirra, sem stjórna heiminum eða
búa sig undir leiðsögn og forustu meðal þjóðanna, hvort
frelsi og friður, réttlæti og kærleiki fær að lifa og dafna í
mannheimi, eða hvort kúgun og ánauð, áhugaleysi og synd
kyrkir þessar gjafir til dauða.
Drottinn sem hefur skapað okkur og gefið allar góðar
gjafir og vill að við fáum notið þeirra í farsæld, horfir
hryggum augum til barnsins, mannkynsins, og mælir: „Sem
þú vilt, sonur minn.“ En af því að Hann elskar okkur með
brennandi kærleika, þá heldur Hann áfram að la ðatil hins
heilaga ljóss síns mannkynið sem liggur meinvillt í myrkr-
unum, og býður okkur jólagjöfina beztu, „Frelsi mannanna,
frelsisins Lind.“
„Því að allt sem komið er fram í birtuna er ljós, því
segir svo:
„Vakna þú, sem sefur
og rís upp frá dauðum
og þá mun hinn Smurði lýsa þér.“ (Ef. 5: 13—14).
—AMEN.
ísleifur Gissurarson
Eftir dr. theol. Ásmund Guðmundsson, biskup
Prentað í VART LUTHERSKA ARV OCH NUTIDENS
KULTURKAMP, Stockholm 1956. — Þýðingin eftir V. J. E.
III.
Hinn frægi skóli, þar sem ísleifur var settur til mennta,
var í umsjá nunnuklausturs, og voru kennararnir nunnur.
Skólinn stóð þar sem tvær ár renna saman, milli lágra fjalla,
á friðsælum stað í Herfurðu í Vestfalíu. Forstöðukonan við
klausturskólann þá var abbadís að nafni Gadesti, dóttir her-
toga nokkurs. Hún var abbadís á árunum 1004—1040; fékk
hún fjárstyrk til starfsemi sinnar hjá Meginverk biskupi í
Paderborn, en hann var vel þekktur menntafrömuður á
þeirri tíð. Abbadís þessi var ekki aðeins kennari drengjanna,
heldur og fósturmóðir þeirra. Að Isleifi hafi liðið vel á þess-