Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1958, Page 15

Sameiningin - 01.12.1958, Page 15
Sameiningin 13 um skóla, má merkja af því að hann velur hann síðar fyrir son sinn Gissur. Hér lagði hann stund á hinar venjulegu námsgreinar, lestur, skrift, reikning, latínu, hljómlist og guðfræði. Hann hefir lesið rit biblíunnar, kirkjufeðurna, og sögur helgra manna. Þessar greinir kennir hann síðan í prestaskóla sínum í Skálholti, og sonur hans sömuleiðis, Teitur prestur í Haukadal, og lærisveinn ísleifs, Jón Ög- mundsson Hólabiskup. Á þessum þremur stöðum höfum vér þannig afkvæmi skólans í Herfurðu. Er ísleifur hefir náð þeim aldri að útskrifast frá nunnuskólanum hefir hann stundað nám við aðra skóla, sem stóðu í sambandi við nunnuskóla eða dómkirkju í Þýzkalandi, og verið vígður hinum óæðri vígslum; prestsvígslu hlaut hann um það bil 20 ára gamall. Er sennilegt að Meginverk biskup hafi veitt honum prestsvígslu. Nývígður heldur hann svo heim til íslands, en kemur við í Noregi, og er sagt að hann hafi gengið þar á fund Ólafs konungs. Fannst konungi svo mikið til um hinn unga mann, að honum varð að orði: „Svá lízt mér á þik, at ek vil fela mig undir bænum þínum.“ ísleifur kemur til íslands brennandi í andanum, hefir tileinkað sér víðtæka þekkingu, og öðlast mikinn þroska. Erlendis hefir hann komist í kynni við Kluny-hreyfinguna, og mátt hennar til siðbótar. IV. Þegar til íslands kom, var faðir hans dáinn; tók hann þá við búi í Skálholti og' gerðist goðorðsmaður, hlaut hann þannig sama vald og faðir hans hafði haft. Kristin trú breiddist nokkuð um landið á þessum árum, og má þakka það Ólafi konungi helga. Kirkjum fjölgaði. Heiðnum hofum var breytt í kirkjur, samkvæmt páfaboði Gregoríusar mikla, en þeirri venju hafði einnig .verið fylgt í öðrum löndum, t d. í Noregi. Ennfremur voru nýjar kirkjur reistar. Greina fornsögur vorar frá því að á þessum árum, frá 1000, hafi 24 nýjar kirkjur verið byggðar. ólafur konungur sendi hingað tvo útlenda biskupa, en þeir dvöldust hér aðeins nokkur ár. Aðalstarf þeirra hefir vafalaust verið það að undirbúa unga menn til prestsskapar. Þá má telja að landið hafi ennþá verið hálf heiðið. ísleifur verður strax prestur við kirkjuna í Skálholti. Hann er annar tveggja höfðingja sem fyrstir gerast prestar á íslandi. Af ættbálki þeirra rísa síðan hæfustu menn

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.