Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1958, Síða 16

Sameiningin - 01.12.1958, Síða 16
14 Sameiningin kirkjunnar á þjóðveldistímabilinu. ísleifur hefir verið hinn hæfasti prestur, og fólkið hefir hlustað með ánægju á messu- söng hans, klukknahljóminn, hin logandi kerti og ilmandi reykelsi. Sjálfur var ísleifur mælskumaður mikill eins og faðir hans. Islendingabók staðhæfir að hann hafi tekið öðrum prestum langt fram. Með kærleiksríkri framkomu sinni, andríki og mælsku hefir honum tekizt að vekja hjá alþýðu fyllri skilning á sannindum kristindómsins. Hann er bæði hjálpsamur og gjafmildur, og verður því mjög vin- sæll, en auðugur verður hann ekki. Ekki er líklegt að hann hafi hlotið í föðurarf annað en jörðina Skálholt; hann átti mörg systkini, og nám hans erlendis hefir kostað mikið fé. En með lífi sínu og starfi hefir hann útbreitt kristindóminn í Skálholti og nærliggjandi sveitum. Bæði Islendingabók og Hungurvaka geta þess fyrst að ísleifur verður biskup, og þess síðar, að hann heldur skóla. Af þessu hefir sú ályktun verið dregin, að hann byrjar ekki að uppfræða prestsefni, fyrr en hann er orðinn biskup. Þetta er þó hæpin ályktun. Eða er það hugsanlegt, að ís- leifur hafi beðið í 30 ár með það sem hann vissi að var hið þýðingarmesta starf fyrir framgang kristindómsins í land- inu? Nei, hann hlýtur að hefja kennslu í Skálholti svo fljótt sem unnt var, og þess vegna er hann síðar, einum rómi, valinn til biskups. Kristnisaga segir einnig um Isleif, að hann kenndi mörgum ágætum mönnum og lét prestvígja þá. Annars er það fremur fátt sem frumheimildirnar greina frá prestsskaparárum ísleifs. Tíu árum eftir heimkomuna til íslands tekur hann Döllu Þorvaldsdóttur, höfðingjadóttir eina norðlenzka,* til konu. Frásöguna um þetta er að finna í þætti Isleifs. Að þeirrar tíðar hætti, ríður hann áleiðis til bónorðsins, ásamt nokkrum vinum sínum, og biður fyrst föður Döllu um hönd hennar.Þorvaldi lízt vel á ísleif, og hefir aðeins hinar beztu fregnir af honum, og er því fús til mægðanna. En hann setur þó eitt skilyrði. ísleifur skal flytjast norður og setjast þar að. Til þessa er ísleifur alls kostar ófús, og ríður í burtu í snatri. Þorvaldur gengur út á engið, þar sem Dalla var við vinnu sína, ásamt öðru heimafólki. Hún var fögur *frá Ásgeirsá í ViSidal, Húnavatnssýslu sbr. „Þáttur af Isleifi biskupi." Biskupasögur Bókm.fél. 1. bls. 54. —ÞýS.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.