Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1958, Page 17

Sameiningin - 01.12.1958, Page 17
Sameiningin 15 mjög álitum. Hún spyr um gestakomuna. Þorvaldur segir henni alla söguna, og undirtektir sínar. Hún mælti: „Eigi mundi þetta hafa fyrir staðið ráðahagnum, ef ek hefða ráðit.“ Hann svarar: „Ertu þessa mjök fús?“ Hún svarar: „Ek hefi þá metnaðargirnd, að eiga hinn bezta manninn, ok hinn gáfaðasta soninn með honum, er á íslandi mun fæðast, ok þykir mér ekki óráðlegt at gera eftir þeim.“ Hann mælti: „Ekki hafa þín ráð lítið mátt hér til.“ Var svo eftir þeim riðið, og þeir komu til baka. Ef til vill er þetta aðeins þjóð- saga. En hún sýnir þó glöggt álit almennings á þeim biskup- um tveim, ísleifi og Gissuri syni hans. ísleifur og Dalla eignuðust tvo aðra sonu, prestinn og prestakennarann, Teit í Haukadal, og Þorvald, sem var höfðingi mikill og bóndi á Suðurlandi. Tengdafaðir Isleifs var maður auðugur, og Dalla hafði vafalaust betra vit á búskap en bóndi hennar; varð hagur Skálholts nú betri en fyrr, og naut skólinn vafa- laust góðs af því. Sjálfsagt hefir Isleifur haft mikil áhrif á hina kristnu löggjöf sem staðfest var á Alþingi, enda þótt ekki séu ákveðin ummæli sem þar að lúta annars staðar en í Grettissögu. Þannig hefir Isleifur unnið fyrir kristni landsins, á prestskapartíð sinni, einkum með skólanum. En ennþá er eyðimörk heiðninnar stór í sambandi við hina tiltölulega fáu gróðurbletti, sem blómguðust á akri kristninnar. V. Að minni skoðun, er það árið 1053, að íslendingar velja ísleif sem biskup, og er það vottur þess, að meirihluti þjóð- arinnar hefir talið kristnina fremri heiðninni, og óska eftir að koma fastara skipulagi á kirkju landsins. Auk biskupa þeirra, sem Ólafur konungur hafði sent til íslands, skipaði Brimar biskup fjóra útlenda biskupa, þrjá fyrir suðurland, hvern eftir annan, og einn fyrir norðurland, fyrrverandi prest í Brimum. Vafalaust hafa þessir biskupar verið sam- vizkusamir í starfi sínu, og hafa undirbúið unga menn til prestskapar; þó var einn þeirra undantekning, því að hann var drykkjumaður mikill. Er það mjög sennilegt að Islend- ingar hafi, strax eftir burtför hans, valið Isleif fyrir biskup, og hafa þeir þannig viljað tryggja sér góðan forystumann kirkjumála. Sama árið sem hann er kjörinn, leggur hann af stað til vígslunnar.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.