Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1958, Side 18

Sameiningin - 01.12.1958, Side 18
16 Sameiningin Á þessum árum töldu erkibiskuparnir í Brimum ísland til umdæmis síns. ASaldagur erkibiskup (937—988) hafði sent fyrstu trúboðana til íslands, og dvöldust þeir hér á árunum 937—986; páfinn hafði gefið út reglugerð um það, hversu víðtækt umdæmi Brimarbiskups skyldi vera. Þannig ákveður hann árið 948, að Aðaldagur erkibiskup skuli hafa Danmörku, Noreg og Svíþjóð í umdæmi sínu, og aðrar norð- lægar þjóðir. Árið 1022 skipar Benedikt VIII. Unvans erki- biskup yfir Norðurlönd, að íslandi meðtöldu. Páfarnir Benedikt IX. Leo X. og Victor II. staðfesta á sama hátt erki- biskupsdæmi Aðalbjartar í Brimum á árunuml044, 1053 og 1055. Umdæmi hans og vald skal ná yfir öll þau lönd, í norðri, þar sem fagnaðarerindið hefir verið boðað. Þessi endur- tekna staðfesting bendir til mótspyrnu þeirrar, sem Brimar biskup átti við að etja. Vitað er að Haraldur konungur harðráði vildi ekki viðurkenna vald Brimarbiskups, en kaus heldur að hafa mál kirkjunnar í sinni hendi. Lét hann norska biskupa taka vígslu á Englandi, Frakklandi og einnig í Róm. Sveinn Úlfsson Danakonungur lagði ekki minni áherzlu á að leysa land sitt undan áhrifum Brimarbiskups, og bað hann páfann að setja á stofn erkibiskups-embætti fyrir sjö biskupsdæmi ríkis síns. En hvorki norskir eða sænskir biskupar sóttu fundi þá er erkibiskup kvaddi saman í Slésvík. Að fengnu biskupskjöri vill ísleifur ekki fara beint á fund Aðalbjartar, en leggur leið sína í páfagarð, og hefir sjálfsagt gert ráð fyrir að hljóta vígslu þar. En til slíkrar langferðar varð hann að fá hjálp Hinriks III. Þýzkalands- keisara, en hann var þá mestur þjóðhöfðingi í Evrópu, og hafði hann, tæplega tíu árum fyrr, vikið þremur óhæfum páfum úr embætti. ísleifur hefir meðferðis dýrmæta gjöf handa keisaranum — hvítabjörn frá Grænlandi. Keisarinn tekur honum vel og skrifar með honum bréf til páfans. Samkvæmt frásögn Ara fróða, er Leo páfi IX. látinn, (í apríl 1054), en hann hafði verið páfi aðeins að nafninu til. Sá sem í raun og veru fór með völd var Hildibrandur, síðar Gregor VII. páfi, forvígismaður siðbótarhreyfingarinnar, sem kennd er við Kluny. Hér fær ísleifur einnig góðar við- tökur. En erfitt skilyrði er þó sett fyrir biskupsvígslu hans, — hann verður að slíta samvistum við konu sína, og því lofar hann. Því næst skrifar páfinn Aðalbjarti erkibiskupi

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.