Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1958, Side 19

Sameiningin - 01.12.1958, Side 19
Sameiningin 17 og býður honum að vígja ísleif á næstkomandi hvítasunnu- hátíð. Skrifar hann m. a. að hann vonist til að varanlegt og dýrlegt biskupsdæmi verði á íslandi ef að fyrsti biskup landsins hljóti vígslu þann sama dag sem Guð gaf öllum heimi Heilagan Anda. Merkiiegf skýringarrit um Opinberunarbókina Eftir prófessor RICHARD BECK í hvert sinn, er ég, leikmaðurinn, dirfist að skrifa um rit guðfræðilegs efnis, hljóma mér í eyrum hin vængjuðu orð: „Drag skó þína af fótum þér“ o. s. frv. Og aldrei hafa þau orð verið mér ofar í huga en nú, þegar ég færist það í fang að vekja athygli á nýlega útkominni bók um það ritið, sem bæði er sérstæðast og um leið torráðnast allra rita Heilagrar ritningar, Opinberunarbókina. Hennar er því, ekki sízt hvað almenning snertir, sérstök þörf skýringar, og það er einmitt hlutverk þess merkisrits, sem hér verður stuttlega gert að umtalsefni. Það nefnist blátt áfram Opinberun Jóhannesar, og er eftir Sigurbjörn Einarsson, prófessor í guðfræði við Há- skóla íslands, sem löngu er áður kunur fyrir þýdd og frum- samin rit sín um trúfræðileg og önnur efni, hvort tveggja í senn maður óvenjulega málsnjall og ritsnjall. Þetta nýja rit hans, sem er mjög vandað að öllum frágangi, kom út á vegum Isafaldarprentsmiðju í Reykjavík laust fyrir páskana í fyrra (1957), og gat ekki ákjósanlegri páskabók. 1 eftirmála gerir höfundurinn svofellda grein fyrir til- gangi þessarar bókar sinnar, og skyldi hún lesin og metin í ljósi þeirra ummæla: „Opinberun Jóhannesar er það rit Nýja testamentisins, sem mönnum er mest ofætlun að færa sér í nyt í heild án allrar leiðbeiningar. Mun og raunin sú, að margir lesendur Ritningarinnar sneiði hjá henni. Aðrir reyna að gera sér mat úr skurninni, en missa af blómanum. Þessari bók er ætlað að verða mönnum til hjálpar við lestur þessa torskilda en efnismikla rits. Við samningu hennar hef ég tekið tillit til vísindalegra höfuðrita, sem

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.