Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1958, Síða 20

Sameiningin - 01.12.1958, Síða 20
18 Sameiningin efnið varða, enda hef ég haft á hendi skýringu Opinberunar- bókar í Guðfræðideild Háskólans og ætlast til þess, að þessi bók geti verið til stuðnings við kennslu þar. En efnið vildi ég sníða við hæfi alþýðu. Því var mikil takmörkun óhjá- kvæmileg í meðferð margra fræðilegra umræðuefna, sem að skýringunni lúta. Á hinn bóginn vildi ég leggja áherzlu á það, sem er sérstaklega tímabært og hefur varanlegt trúargildi. Ég hef m. ö. o. miðað við það, að bókin stæði á vísindalegum grundvelli, en væri alþýðleg að gerð og trúar- lega hagnýt.“ — í ýtarlegum og tilþrifamiklum inngangi skýrir prófessor Sigurbjörn sérstöðu Opinberunarbókarinnar meðal rita Nýja testamentisins og mismun hennar og annarra slíkra rita, ræðir síðan um höfund hennar, hvenær hún er rituð, hinar ýmsu skýringaraðferðir, sem beitt hefir verið við túlkun hennar, og svarar að lokum þeirri grundvallar- spurningu: „Hvað er Oopinberunarbókin?“ Meðal annars fer hann um það atriði þessum orðum: „Opinberunarbók er ekki kirkju- eða veraldarsagan sögð fyrirfram á dulmáli. En höfundur hennar sér eigi að síður fram. Hann sér frumlæga drætti og örlögsímu allrar sögu, vegna þess að hann sér svo djúpt, þegar hann skyggnir samtíð sína. Jóhannes sýnir, hvers eðlis sú barátta er, sem kúgunar- vald heyr fyrir algerum yfirráðum yfir líkama og sál, yfir vilja og samvizku. Hann sýnir, hvert er stefnt, þegar steypa skal Kristi af stóli í hjörtum manna. Hann sýnir, hvað er á ferð, þegar manneskja setur sig í hásæti Skaparans, þegar dauðlegt hold drambar af guðlegri tign. Hann sýnir, fyrir hverju er barizt, þegar staðið er gegn slíku af staðfestu og þolgæði, í hógværð og kærleika. Sú barátta er ekki háð með mannlegum kröftum. Víglínan í því stríði spennir um al- heim og liggur um hverja sál. Það, sem Jóhannes segir um þetta, á erindi við alla tíma, ekki sízt vora. Að sumu leyti er samtíð höfundar nær oss, sem nú lifum, en mörgum gengnum kynslóðum. Orð hans mættu hafa fullskýra merkingu í eyrum kynslóðar, sem hefur horfzt í augu við tvær tröllefldar stefnur, er báðar hafa tignað foringja sína sem einu guðdómsverur alheimsins, báðar lagt reginþunga og klóhvassa hramma á kirkju Krists og hvert það afl, sem líklegt gat verið til

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.