Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1949, Page 4

Sameiningin - 01.04.1949, Page 4
50 S AMEININGIN Upprisuljósið lýsir oss, þótt gleðiljós heimsins taki að deprast og dvína. Trúarskáldið segir: “Nú vor blómgast náðar hagur, nú sér trúin eilíft Ijós.” Undir það tekur gjörvöll kristnin með óumræðilegri feginsgleði nú á þessari páskahátíð. Ljósið frá gröf frelsarans lýsir upp hugi vora og hjörtu. Förin á vegum lífsins, sem stundum er torsótt og erfið för — þeim sem reyndir og þreyttir eru, verður indæl, sökum nálægðar við vorn upprisna frelsara. Reynsla frum lærisvein- anna á Emmausgöngunni forðum verður fyrir Guðs náð reynsla margra nútíðar lærisveina Drottins, endurtekin á öllum tímum. Hjörtu vor brenna af nálægð hans. Án þess að við stundum áttum okkur á því, er hann, hinn upprisni Jesú í för með oss á veginum mitt í önnum og áhyggjum dagsins — og kvíðin hjörtu vor fagna og gleðjast af nálægð hans. Upprisuljósið lýsir upp torfær einstígi æfidagsins, birtan og hlýjan af nálægð hans gerir oss styrka — þrátt fyrir allan veikleika vorn, — og fyrir þeim er Drotni treysta verður æfin sigurför, þótt margt sé það sem amar að á langferð lífs vors, á þessu tilverustigi. Hið bjarta ljós, sem að páskaboðskapurinn með sér færir dreyfir einnig á brott öllum skuggum sem að umhugsun um dauðann kynni með sér að færa. Hverjum þeim sem náð Guðs treystir er dauðinn indælt atriði til umhugsunar, laus við allan kvíða, heimför sem vér hugsum til með feginsgleði trúar og vonar. Orð Jesú sjálfs eru öryggi þess er Guði treystir: “Hver sá sem lifir og trúir á mig, skal aldrei að eilífu deyja.” Trúarlíf sálnanna er endurvakið til nýs máttar og nýrrar gleði. Gleði yfir komu vorsins í náttúrunni bergmálar í sál- um vorum hjartanlega innri gleði, en nær hæðsta hæð í sálu hvers trúaðs lærisveins í umhugsuninni um eilífðarvorið, sem hver hjálíðandi páskahátíð fyrir Guðs náð — boðar oss í sigri Drottins vors Jesús Krists. S. ÓLAFSSON

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.