Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1949, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.04.1949, Blaðsíða 15
SAMEININGIN 61 kostnað með allri þeirri viðhöfn sem tíðkaðist með austur- landa aðli; fylgdu lestinni 100 varðmenn sem verndarar ef hættu af einhverju tægi bæri að höndum. Hinn tigni maður varð fram úr máta glaður er Dr. Swain með snild sinni og læknis fræðilegu þekkingu vann sitt ætl- unarverk og bauð hann henni að setjast þar að sem hallar læknir og var jafnvel fús til þess að hún opnaði lækninga- stofu fyrir konur og börn í borginni og nágrenninu. Eftir allnokkra umhugsun og bænagerð játaði hún að taka þessu boði því í þessari ráðstöfun sá hún Guðs handleiðslu. Hún sá hér tækifæri hjá þessum volduga þjóðflokki, þarna voru miljónir manna sem trúboðar höfðu verið algjörlega úti- lokaðir frá ,og hér var undir vanalegum kringumstæðum örðugleikar fyrir trúboðsstarfinu, fólkið vildi ekki hlusta á þá, þó þeir prédikuðu á sölutorginu. Hún sá að þetta var akurinn sem Guð ætlaði henni að yrkja. Dr. Swain var gefið mikið frjálsræði á götum úti og á sölu- torginu jafnvel þó trúboðsstarf hefði ekki verið liðið þar áður. Hún útbýtti köflum úr biblíunni og öðrum trúarbók- um, söng og kendi sálmasöng og hafði sjálf yfirstjórn á lyfja og lækningastofunni og skóla fyrir stúlkur. Ungar konur og stúlkur sem hún treysti hafði hún sér til aðstoðar og setti í ábyrgðarstöður og starf hennar blómgvað- ist og bar ávöxt. Það væri talið þrekvirki nú ef ung Stúlka gjörði það sem Dr. Swain gjörði fyrir 80 árum síðan, ein síns liðs, þá voru samgöngur ekki samanberandi við það sem nú er. þá var almenningsálitið eitrað gegn slíkri sjálfs fórn og kær- leiksþjónustu. Að ganga þá braut sem hún gekk þurfti hugrekki og manndóm, að fórna lífi sínu á altari kærleiks- þjónustunnar og mannúðarinnar tekur hraustasál, að fylgja braut sannleikanns tekur einbeittann vilja og hollustu við lífsins helgustu vé. Dr. Clara A. Swain átti þessa eiginlegleika. Hún var gáfuð, hugrökk og einbeitt, en kraftinn til starfs og stríðs sótti hún að uppsprettulindum Guðlegrar náðar, að þeim uppsprettulindum sem mestan frið og farsæld getur veitt. Nafn Dr. Swain lifir með nöfnum ótal annara helgra manna sem með lífi sínu og starfi hafa gjört lífið ódauðlegt. Slíkir menn og konur hafa verið fátækir, en “Átt þó alt.”

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.