Sameiningin - 01.04.1949, Side 9
SAMEININGIN
55
SUMARBÚÐIR
Kftir UKS. pJÓÐBJÖRGU HINRIKSON
Á síðasta þingi Bandalags Lúterskra Kvenna var ég
beðin að gjörast fulltrúi þeirra til sumarbúða Lúterska
kirkjufélagsins í Pennsylvania. Séra Egill Fáfnis, forseti
Kirkjufélags vors, kom á þing og bar fram boð frá U.L.C.A.
að senda erindreka eða fulltrúa til sumarbúða þeirra sem
nefnist “Camp Nawakwa”, rúmar hundrað mílur fyrir vest-
an Philidelphia, í Pennsylvania. Er sá skáli að áliti manna,
sá allra fullkomnasti “Church Camp” innan U.L.C.A. Ætlun
var að sá sem væri sendur, gæti verið í þessum sumarbúðum
þriggja vikna tíma og gæfist tækifæri að skoða sig vel um
og læra aðferðir í ýmsum greinum, svo hægt væri að flytja
þann lærdóm til heimahaga, því B.L.K. er annt um að bæta
og fullkomna, ár frá ári, aðferð og stjórn í sumarbúðum
sínum.
Ekki treysti ég mér til að útskýra til fulls hvað ég lærði
þar. Ekki get ég heldur sagt um hvort nokkur annar getur
haft fullt gagn af því sem ég sá þar. Ég get aðeins sagt frá,
á einfaldan hátt því sem mér fanst mikilsvert og þýðingar-
mikið. Eitt veit ég' að þær tvær vikur sem ég dvaldi í þess-
um skóla verða mér ógleymanlegar, því þar sá ég að mikið
má framkvæma þar sem ríkir eining, einbeittur viljakraftur
og elska til Guðs.
Camp Nawakwa er í skógarrjóðri, tólf mílur frá Gettys-
burg, þar sem einn hinn hryllilegasti bardagi var háður milli
suður og norður ríkjanna í þrælastríðinu, og þar sem þús-
undir bræðra myrtu hvern annan.
Camp Nawakwa er hundrað ekrur af háum skóg, með
hólum og dölum og smá lækjum, mitt í frjósamri byggð og
frá hæðstu hólum má sjá korn akra, alskonar aldingarða og
smá þorp, fimm mílur til austurs.
Á þeim tuttugu árum sem þessi “Camp” hefur starfað
hefur mikið verið gjört af manna höndum — breiðir og
sléttir keyrsluvegir, alskonar byggingar hér og þar innan
um skóginn, — svefnskálar, borðstofa, lestrar salur, bóka-
hlaða, skrifstofa, samkomuhús, baðhús (Showers) spítali
og gosbrunnur. Rafurmagn og heitt og kalt vatn leitt inn