Sameiningin - 01.06.1936, Blaðsíða 7
97
og skurðagreftri á meðan húsfaðirinn bruggaði kornbrenni-
vín og lá í lamasessi “blind-augafullur.” En gamli maðurinn
er dauður nú; en háöldruð konan, með dætrum sínuin og
svartleitu dótturbarni, hafast enn við þar uppi í hálsunum
eins og gleymdir einsetumenn. Engin þeirra kemur til kirkju
eða sézt á mannainótum nokkurn tíma. Þær eru óþokkaðar
og öllum hvimleiðar og vita það. Og halda þær sinn hóp,
yfirgefnar og einmana.
Og þó vantar ekki trúræknina hér um sveitir. Við höf-
um fjórar kirkjur í örskots-fjarlægð hverja frá annari, með
sunnudagsskólum, ungmennafélögum og trúboðs-samstarfi.
En prestar og djáknar og óbreyttir liðsmenn meistarans láta
sér aldrei til hugar koma að flytja fagnaðarerindið, eða fara
í heimsókn eins og nábúar og kunningjar, eða ganga eins og
hirðar til fjár, upp þarna í hálsana, þar sem afhrökin lifa
sínu “hvít-negra-skammar” lífi. Ekki eg heldur. Ekki eg
heldur. Annars yrði líklega “séð fyrir” mér.
Þessa hvítu kvensnift, sein gaf sig í negrans vald, skoðar
vort hákristna mannfélag engu betri sjálfum negranum;
hvorugt þeirra er hús-hæft eða kirkjugræft. Engin hvít og
heiðvirð persóna í Suðurríkjum mundi hugsa til að sökkva
svo djúpt, að hún hefði nokkur mök við annað eins hyski.
Vissulega mundi ekki Kristur ætlast til nokkurs þess háttar
af sínum liðsmönnum! ó nei! hann sem fyrirgaf konunni
syndirnar, sem kallaði Magdalenu til afturhvarfs, sem leit
á hópinn í kringum sig og sagði: “Sjá, móðir mín og bræður”
—hann ætlast ekki til þess af sínum mönnum, að þeir hús-
vitji hjá hórkonum, kynblendingum og úrhraki mannfélags-
ins!
Fjórða dæmi. Eg er maður fátækur; á ekki neitt; vinn
fyrir smáum launum. Og hér um slóðir eru hundruð manna,
sem lifa við álíka kjör og eg. Við höfum sannarlega lítið af
mörkum að leggja til kirkju eða til ölmusugjafa. Það er víst
ekki til ]iess ætlast, að ágæt fyrirtæki eins og munaðarleys-
ingjahæli, barnaspítalar eða Rauði krossinn, fari með stórfé
úr okkar garði. Eða að við látum skilding í blikkbollann hjá
hverjum blindum manni, sem fram hjá fer. Ef við létum
eitthvað af hendi rakna við allar kvaðir, sem verðugar geta
kallast í þessu nágrenni, þá hefðum við hvorki í okkur eða
á, sjálfir. Og hér í sveit eru mínir líkar í hundraðatali.
Þó á eg bíl; og radíó höfum við og grafófón, og vatns-
leiðslu, hér á þessu sveitarheimili. Fimtán dali borga eg
mánaðarlega fyrir gasolíu. Hvenær sem eg vil, get eg ekið