Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1936, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.06.1936, Blaðsíða 9
99 hér er fult af öðrum dæmum. — Það er alveg satt; mér geng- ur óskaplega stirt að láta breytni fylgja ltenningu. Hvernig gengur þér það? G. G. Hvaðanæfa Merkilegt líknarstarf stundar “Blóðgjafa-félag” svo kall- að — Blood Donors’ Benevolent Society — í borginni St. Louis suður í Missouri. Hvenær sem nauðsyn ltrefur, á nóttu eða degi, eru félagsmenn reiðubúnir að veita blóð, bókstaf- lega, sjúklingum þar í bænum, sem þess þurfa við en geta ekki borgað. Hundrað og tíu meðlimir eru í félagi þessu, ltarlar og konur hér um bil til helminga, frá sextán ára aldri upp að sextugu. Félagið veitti hundrað níutíu og sex blóð- gjafir árið sem leið — auðvitað endurgjaldslaust. * * * * Nálega fimm hundruð lýðháskólanemendur í Filadelfíu voru beðnir um daginn að skrifa niður “faðir-vor” eftir minni, fyrirvaralaust. Þeir voru flestir frá kristnum heim- ilum, höfðu gengið á sunnudagsskóla og auk þess heyrt bæn- ina lesna í alþýðuskólunum á hverjum degi. Þó gat ekki nema tæpur helmingur hal't hana rétta; og mörgum fataðist óskaplega. * * * Stéttleysingjar á Indlandi hafa búið við hræðileg ókjör og niðurlægingu á meðal trúbræðra sinna kynslóð fram af kynslóð, eins og kunnugt er. Nú eru þeir farnir að tala urn að yfirgefa hindúismann í stórhópum. Sumir leiðtogarnir vilja bíða við í nokkur ár og kynna sér önnur trúarbrögð sem allra bezt áður en þeir skifta um. Aðrir hafa við orð að ganga rakleiðis í biskupakirkjuna ensku og “hafa sömu trú eins og konungurinn.” Það er illa farið, ef kirkjan græðir ekkert á þessari hreyfingu. ★ ★ ★ “Væri eg kristinn maður,” segir Gyðingurinn Philip S. Bernstein, “þá mundi mér finnast einn hlutur varða mestu, bæði fyrir eigið líf mitt og í öllum gangi sögunnar. Það er persónugildi Jesú frá Nazaret. Sál hans var ósegjanlega fög- ur. Hann gat talað svo við smábörnin, að þau virtu hann og elskuðu, og þó bjó hann yfir dýpstu speki aldanna. Hann

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.