Sameiningin - 01.01.1939, Qupperneq 7
o
thc Pershing, eftir Fanny Crosby. Hún hafði ort hann þar;
tilefnið var saga sem einn af vistmönnum hafði sagt henni
af reyslu sinni. Nú var það ljóð sungið af meira eldmóði
en nokkru sinni áður, og síðan aðrir sálmar, hver eftir
annan.
Þessi unglingur frá Þýzkalandi hét Victor Hugo Benke.
Hann kom og lék á hljóðfærið næsta sunnudag. Fékk hann
þar fasta stöðu, sem píanóleikari fyrst og síðan sem organ-
isti, og þeim starfa hélt hann það sem eftir var æfinnar.
Hann varð ágætur og vel kristinn missíónar-starfsmaður.
Á hverju kvöldi lék hann á missíónar orgelið í hálfan tíma
eftir að bænagjörð var lokið, og hafði mikla aðsókn, bæði
úr Bowery hverfinu og víðar að. Hann annaðist sönglistina
á vakningafundum hjá Moody í New York, þegar Sankev
var fjaryerandi. Meðal annars orti hann sálma og sálmalög,
ýmist einsamall, eða í samvinnu með Fanny Crosby. Sum
af lögum hans hafa náð miklum vinsældum og eru sungin
í kirkjum víða.
En Benke var vitaskuld gáfaður og vel að sér, og óefað
vel innrættur líka. Alt sem hann þurfti var tækifærið.
Slíkum mönnum hefir missíónin hjálpað oftar en einu
sinni. En hvað er um hina mörgu, sem ekkert höfðu nema
syndirnar og auðnuleysið? Fengu þeir nokkra viðreisn
þar? Það er mælikvarðinn.
Einn af þeiin mönnum var John Goode. Hann hafði
alls ekkert til síns ágætis, bókstaflega ekki neitt — alinn
upp í örbirgð og ræktarleysi vestur í Colorado; rummungs
þjófur á sjötta ári; strauk að heiman ellefu ára; prófaði
vist í einu svarthöli eftir annað í uppvextinum; snemma
útlærður í flestuin óknyttum, vasaþjófur, ræningi, féskápa-
brjótur, spilaprakkari, drykkjurútur — og seinast lenti
hann á Sing Sing betrunarhúsið í New York ríki.
Þegar hann kom þaðan út, hafði hann ásett sér að gæta
sín betur framvegis. Hann tók að sér að vinna íyrir borgar-
pólitíkina þar sem hún var verst og óhreinust. Fékk hann
þar margt sóðaverk að vinna, en hættan var lítil, að hann
kæmist undir manna hendur. Um þær mundir heyrði hann
getið um vinnustúlku, sem væri loðin um lófana. Hún
hafði dregið saman tvö þúsund dollara. Þessu fé vildi
hann ná undir sig. Hann komst í kynni við stúlkuna;
liagaði sér vel og náði tiltrú hennar og ástum; litlu síðar
voru þau gefin saman. Alt gekk vel um tímakorn; hann