Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1939, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.01.1939, Blaðsíða 8
6 hélt sér í skefjum, sótti jafnvel messur og var heilmikill kirkjustólpi — þangað til hann komst yfir tvö þúsund dal- ina. En þeir höfðu ekki langa vist hjá honum; hann veðj- aði þeim á kappreiðar og tapaði. John Goode hirti ekki um að hylja sinn innra mann eftir það. Hélt hann sér aftur að þjófnaði, drabbi og spila- mensku, og sá ekki konu sina nema stöku sinnum, þegar honum lá mikið á peningum. En svo illa sem honum hafði farist við hana, þá hélt hún trygð sinni við hann og misti aldrei sitt gamla traust á honum — ekki til fulls. “John,” var hún vön að segja, þegar hann kom heim, “einhvern tíma verður þú góður maður!” Árin liðu. John Goode sýndi ekki á sér nein betrunar- merki. Hann sökk æ dýpra, var oft í fangelsi; heimtaði fé af konu sinni með meiri og meiri frekju. Misþyrmdi henni jafnvel á stundum. Og hún, hún misti aldrei vonina. Hann yrði góður maður, sagði hún, einhvern tíma. Svo hröklaðist hann eitt kvöld inn i Bowery missíónina. Hann var þurbrjósta, hungraður, peningalaus. Vistmenn voru við bænir. Þeir sungu sálminn: “Jesus Redeemed and Made Mc Whole,” og Victor Benke spilaði undir á orgelið. Þann sálm hafði John Goode áður heyrt unglingsstúlku syngja úti fyrir svallhýsisdyrum í Chicago, á vakningafundi þar. Þá hafði hann hlegið; en nú var eins og hann væri stunginn í hjartastað. Og rétt í þeirri svipan stóð maður upp, og játaði fyrir hópinum, hve illa sér hefði farið við sína konu. En nú væri hann horfinn frá þeirri ilsku og búinn að finna frið, sagði hann. John Goode hafði víst aldrei l'undið verulega til iðrunar áður. En nú bað hann í fyrsta sinni af öllu hjarta til Guðs: “Ó, Drottinn, ef það er satt, sem þessir menn segja, þá hjálpaðu mér eins og þeim!” Og hann var alt annar maður upp frá þeirri stundu. Hann dró saman fáeina dali með miklum erfiðismunum og sendi til konu sinnar, því að hann vildi sýna einhvern betrunar ávöxt áður en hann kæmi heim sjálfur. Honum hnvkti við þegar hann kom heim litlu síðar. Kona hans var snauð og heilsulaus. En nú var John Goode algjörlega horfinn frá sínu fyrra lífi. Hann gat séð konu sinni fyrir heimili, þó fátæklegt væri, vann fyrir þeim báðum og stund- aði hana með hjartanlegri ástúð og nærgætni. Gjörði alt sem hann gat til að bæta fyrir sínar fyrri syndir. Hún

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.