Sameiningin - 01.01.1939, Blaðsíða 16
14
postuli kallar sjálfan sig í senn bandingja og frelsingja í
Kristi.
Trúarbrögðin eru mörgu fólki aðeins skyldukvöð. Sam-
band þess og guðs er því þvingunarsamband. Það hefir
aldrei fundið til neins sonar-sambands við Guð. Ef því
fólki gæti lærst að venda því þvingunarsambandi í skilyrðis-
lausa föður-viðurkenning, þá breyttist öll útsýn og aðstaða.
Skyldukvöðum trúmálanna yrði þá ekki mætt með eftir-
tölum, eða af þvingunar kend, heldur af fúsleik og með
gleði út af því að hafa fundið nýtt samband — nýja föður-
vernd. Meistarinn leggur í öllum sínum kenningum áherzl-
una á hið innra trúarlíf. Hvað mennirnir eru í raun og
sannleika skiftir meiru heldur en það hvað þeir gjöra.
Athafnir manna geta verið óaðfinnanlegar á yfirborðinu, en
það sem varðar eru hvatirnar, sem verkunum ráða. Sökum
þess, að lcristninnar Guð er faðir fremur en löggjafi, þá ber
að skilja trúarbrögðin frá sjónarmiði sonar-sambandsins, en
ekki frá sjónarmiði löggjafans, og það var þessvegna, að
Kristur fyrirskipaði ekki neinar fastbundnar lag'areglur
mönnunum til leiðbeiningar, heldur gaf þeim megin-undir-
stöðuatriði til tryggingar lífi þeirra. Þær lífsreglur, eða
réttara sagt, þau undirstöðu atriði áttu menn að tileinka
sér, ekki sem utanaðkomandi valdboð, er krefðist skilyrðis-
lausrar hlýðni, heldur með skilningssambandi andans —-
hins innra manns — og vaxandi sálarsjón.
SANNAR DYGÐIR
Ef að menn fengjust til þess að tileinka sér þessar
meginreglur, þá mundi þeim smátt og smátt skiljast hversu
mikill hinn andlegi þroskamáttur þeirra er, og hversu mátt-
ugt afl þær eru til þroskunar mannlegra dygða. Guðs barna
frelsið mundi verða þeim Ijóst og ljúft, ef þeir í einlægni
tækju á móti og tileinkuðu sér bendingar föðursins. Innan
frá og út á við var ófrávíkjanleg regla Krists: Ef hjarta-
lag mannanna breytist, þá breytist og öll aðstaða þeirra í
lífinu. Maðurinn er meira en umhverfi hans. Með engu
möti má hann láta það ráða yfir sér, heldur á hann að taka
í þjónustu sína það nothæfasta, sem það hefir að bjóða.
Kristilegt frjálslyndi er því fólgið í trúmensku sonarins,
sem fundið hefir hið innra og eðlilega hlýðnissamband við
föðurinn — hin ævarandi lög síns innri manns.
Hefir nokkur maður verið frjálsari en Kristur sjálfur
var? Hann haltraði hvorki né hikaði, heldur gekk djarf-