Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1939, Side 5

Sameiningin - 01.02.1939, Side 5
19 af hjarta líkjast honum og hnoss það eiga í vonum, sem börnum ætlað er.” En svo koma erfiðleikarnir. Eðlilegt finst manni það, að sá, sem gengur ú Guðs vegum hreppi farsæld, eltki ein- ungis andlega og eilíl’a, heldur einnig tímanlega, jarðneska. Manni finst eðlilegt, að sá sem er í samræmi við hinn eilifa vilja ætti að eignast hnoss jarðarinnar: heilsu, ást- vini og líkamlega vellíðan. Reynslan sýnir samt að þetta er engan veginn sjálfsagt. Kristmenn eru oft krossmenn. Náttúrulögmálið meiðir þá stundum ekki síður en aðra. Hvernig stendur á þessu? Um það efni hafa menn á öllum öldum mikið reynt að hugsa. Spurningin hefir verið mönn- um eins og jötunn, sem þeir hafa glímt við, en hefir i raun og veru reynst þeirn ofjarl. Sízt er eg fær til að veita þessari spurningu aldanna úrlausn. í raun og veru nægir mér það að treysta Guði, þótt eg fái enga úrlausn þessarar ráðgátu. Ef Guð er góður hlýtur alt að fara vel, ef eg aðeins varðveiti traustið. Dæmi eitt skýrir þetta atriði ofurlítið fyrir mér. Á jörðunni er ótölulegur grúi frækorna og jurta. Á allan þennan aragrúa skín sólin; en hver ein- asta jurt, hvert einasta frækorn er háð náttúrulögmálinu. Al' því leiðir það, að sumir einstaklingarnir dafna og blómgast, aðrir líða skort og deyja; en sólin með græðslu undir vængjum sér, lífgjafi allra jurtanna á jörðunni, lifir og skín ávalt. Það mun vera eitthvað svipað með mann- Iífið. Það er líka háð náttúrulögmálinu. Samkvæmt því fá sumir sár en sumir græðslu; en Guð lifir ávalt. “Frá eilífð til eilífðar ert þú Guð.” Eðli hans er algæzka; þvi eðli verður ekki hreytt. Hvert skal þá flýja þegar hjartað er þreytt, þegar von- hrigðin koma, sárin svíða, hörmungar dynja? Til algæzk- unnar eilífu. Ekkert annað getum vér gjört svo vel fari. Vér leituin Guðs á allan hátt, með öllu viti voru, af öllum kröftum vorum, alstaðar og í öllum einstökum atriðum. Og hver sem leitar þannig finnur, finnur Guð í anda og æðum, í'innur Guð sem aflið lil sigurs, finnur að Guð er máttur þrátt fyrir allan mannlegan veikleika. “Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Fyrir því hræðumst vér eigi þótt jörðin haggist, og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins.”

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.