Sameiningin - 01.02.1939, Side 3
^anu'tningin,
;tíánaðarrit til stuffnings kirkju og kristindómi íslendinga.
gefiff út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vestrheimi
Ritstjórar:
Séra Kristinn K. Olafson, 3047 W. 72 St., Seattle, Wash., U.S.A.
Séra Guttormur Guttormsson, Minneota, Minn., U.S.A.
Séra Rúnólfur Marteinsson, 49 3 Lipton St., Winnipeg.
Féhirðir: Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man.
54. ÁRG. WINNIPEG, FEBRÚAR, 1939 Nr. 2
Frá eilífð til eilífðar
“Frá eilífð til eilífðar ert þú Guð.”
D.S. 90:2.
Mér finst þetta vera hin stórkostlegasta staðhæfing sem
til er á máli mannanna. Þetta er fja.ll, sem gnæfir yfir
alla tinda mannlegrar hugsunar. Hversu hátt sem hún nær,
verður þetta samt hærra: frá eilífð til eilífðar ert þú Guð.
Sá, sem er sannfærður um þetta finsl mér geti horfst í
augu við alt. Auðvitað á eg ekki við að maðurinn aðeins
kannist við að þetta sé rétt heldur að þetta sé honum sann-
færing og að hann lifi alt sitt líf í ljósi þessa sannleika.
Sá maður hefir kraft í sjálfum sér sem er sterkari en alt
sem á móti sækir.
Ekki skilst mér að sá maður væri undanþeginn mis-
fellum hins jarðneska lífs, fremur en aðrir menn, ekki
heldur að hann hefði öryggistrygging gegn þvi að sárin
sviðu; en misfellurnar gætu aldrei sýnst honum eins stórar
eins og Guð. Alt líf lians mundi vitna: Þótt neyðin sé stór
er náðin stærri.
“Frá eilíf til eilífðar ert þú Guð.” Eg staðnæmist við
orðið ert. Það er ekki varst eða verður, heldur ert. “í gær
og í dag og að eilífu ert þú hið sama, óumbreytanlega líf.
Hvílík mótsetning við hina jarðnesku tilveru. Aflið sem