Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1939, Page 15

Sameiningin - 01.02.1939, Page 15
29 þeir 03,500,000, að ótöldum smákirkjuflokkum. Árið 1880 töldust safnaðarlimir 19 af hundraði; nú í eru þeir 59 af hundraði. Guðsþjónustuhús eru 246,000. Telzt mönnum að um tuttugu miljónir manna komi saman til guðsþjónustu í hverri viku. Tala þeirra, sem ganga í söfnuð eykst með hverju ári: um 19 af hundraði gengu í söfnuð 1880, en 59 af hnndraði innrituðu sig á liðnu ári. Feigðarspár manna virðast ekki ætla að rætast að svo komnu. Kirkjunni vex fiskur um hrygg ár frá ári. Meðlimir lútersku kirkjunnar teljast 4,589,660; er hún fjórða kirkjudeildin í röðinni að fólksfjölda. Jukust henni meiri meðlimafjöldi hlutfallslega á liðnum fimtíu árum en nokkurri hinna stærri deihla. Af Iúterskum félagsheildum telur United Lutheran Ghnrch of America (U.L.C.A.) flesta meðlimi, eða 1,523,022. Næst kemur Missouri Synodan með 1,219,935 meðlimi. Prestar tilheyrandi U.L.C.A. eru að tölu 3,307 og kirkj- ur 3,718. Meðlimum U.L.C.A. fjölgaði um 63,657 á síðast- liðnum árum. E1 N S T E I N Gyðingurinn heimsfrægi, Albert Einstein, sem rækur var gjörður úr Þýzkalandi hefir sagt, að hann hafi orðið forviða á því að kristin kirkja virtist vera eini vinurinn sem þjóðin hans átti. Nýlega fórust honum orð á þessa leið: “Áður fanst mér lítils vert um kirkjuna. Nú elska eg hana og dáist að henni, því kirkjan virðist eina aflið, sem hefir hugrekki og staðfestu til að styðja skynsamlega ályktun og siðferðilegt frjálsræði. Eg má til að játa, að það sem eg eitt sinn forsmáði tel eg nú aðdáunarvert.” FRÁ NORÐUR-DAKOTA Á ársfundi safnaðanna í prestakalli séra H. Sigmar, nú eftir síðustu áramót, lagði presturinn fram eftirfarandi skýrslu um störfin í prestakallinu öllu árið 1938: guðsþjónustur .....................108 altarisgöngur 325 skirnir ........................... 37 fermdir ............................ 65 hjónavígslur ...................... 15 greftranir .........................30 l

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.