Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1939, Page 4

Sameiningin - 01.02.1939, Page 4
18 sltapar er óumbreytanlegt og eilít't; en það sem skapað er er á sífeldri rás breytinga. “Alt breytist, rotnar, þreytist, þrotnar hér. Æ, þú sem aldrei breytist vert hjá mér.” Guð er hið eilíi'a er. Þar í er fólgin huggun hins jarðneska. Hið dauðlega hallar sér upp að brjósti hins ódauðlega og hið forgengilega að hinu óforgengilega. Jarðarbarnið hallar sér að barmi eilífa föðursins. Vínviðurinn fléttar sig upp stóru eikina. Mér skilst, að án þessa stuðnings sé ómögu- legt fyrir mannlífið að vera farsælt; að hér sé grundvallar- atriði, sem með engu móti geti raskast. “í Guði lifum, hrærumst og erum vér.” Þar er líf vort alt og öll vor far- sæld. “Sérhver góð gjöf og sérhver fullkomin gáfa er ofan að og kemur niður frá föður ljósanna, en hjá honum er hvorki umbreyting né umbreytingarskuggi.” (Jak. 1:17). Svo hetd eg áfram í setningunni: ert þá Guð. Jesús sagði: “enginn er góður nema Guð einn. Guð er algæzkan eilífa. “Elskan er al-lífsins rót.” Komið hefir það fyrir, að menn hafa sagt: Guð er vondur. Sú hugsun er sjúk- dómur. Andlega heilbrigt ástand segir það aldrei. Frá eilífð til eilífðar ert þú góður. Guð og gæðin geta ekki skilið. Ef Guð væri ekki góður þá væri hann ekki Guð. Staðhæfingin þessi: “Frá eilífð til eilífðar ert þú Guð” merkir það, að æðsta afl tilverunnar sé gott, að miðstöð eilífðarinnar sé velvild. Guð er kærleikur. Engin mót- sögn er til í hjarta algæzkunnar. Á röksemdaleiðinni sjáum vér að þetta getur ekki öðru- vísi verið. Til er samt leið, sem flytur oss sama sannleik- ann með miklu meiri yl. Sú leið er Jesús Kristur. Hann sagðist sjálfur vera “vegurinn, sannleikurinn og lifið.” Hann birtir Guð á jörð á þann hátt, sem allir gátu skilið. Hann gekk um kring og gjörði gott. Hann er “Ijómi Guðs dýrðar og ímynd hans veru,” en flutti þetta inn í mannlífið með þeim einfaldleik, að jafnvel börnin fundu til nálægðar Guðs. Mannlegt sálarlíf ljómar enn af fögnuði hvar og hvenær sem hann er valinn sem vegurinn að hinu eilífa föðurhjarta. “Hvað þú, minn Guð, ert góður þú gafst mér Jesúm Krist, minn hjartans bezta bróður. Hann barn var líka fyrst. Sem börn og viljurn vér

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.