Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1940, Qupperneq 6

Sameiningin - 01.11.1940, Qupperneq 6
132 ríkin urðu að bæla niður uppreisn í Philippín-eyjunuin; þau tóku líka þátt í Boxer uppþotinu í Kína og áttu einnig i skærum við Mexicomenn. Stóra Bretland barðist við Bú- ana í Suður-Afríku og hafa mátt til að bæla niður upp- reisnir á Indlandi, írlandi og annarstaðar, með hervaldi. Árið 1912 bárust Balkansltaga þjóðirnar á banaspjótum, þ. e. a. s. Tyrkland, Grikkland, Búlgaría, Serbía, Montenegro og Rúmenía. ítalía og Tyrkland börðust 1911. Japanir báru sigur lir býtum í styrjöldinni við Rússland. Svo kom byltingin á Rússlandi, sem kostaði þjóðina 2,000,000 manns- líf. Tvær bylting'ar hal'a átt sér stað á Spáni síðan um aldamótin. Skærur hafa verið í Suður-Ameríku, Cuba, Mexico og Mið-Ameríku. Japan tók Manchuríu og setti á stofn nýtt ríki með “Boy Emperor” sem brúðuvaldhafa. Þetta konungsríki er kallað Manchukuo og er undirlægja Japana. Sliömmu seinna æddu Japanir inn í Kína og lögðu stærri og smærri borgir í rústir. Hermenn ítalíu í'óru með allskonar nýtízku morðvélar, sprengikúlur og eiturgas inn í Bláland og strádrápu þar fjölda af saklausu og varnarlausu fólki. Tveir heimsfrægir vísindamenn, annar þeirra kennari við Harvard háskólann, hafa rannsakað sögu stríðanna frá 500 f. K. til 1925, til að komast að raun um hvað mörg og hvað mikil strið hafa verið háð á þessum 2425 árum. Þeir birtu skýrslu sína í Literary Digest það ár. Eftir þeim skýrslum hafa alls 902 stríð verið háð á þessu tímabili. Þeir reyndu að komast að raun um hvað margir hefðu tekið þátt í þessum styrjöldum, hvað margir hafi fallið, hvað lengi hvert stríð stóð yfir; hvað þjóðirnar hafi verið stórar, sem þátttöku áttu í þeim og hvaða hluti af hverri þjóð hefði verið á orustuvöllunum. Eftir ítarlega og milcla rannsókn komust þeir að þeirri niðurstöðu að stríð hefðu aukist á hverri öld á þessum 2425 árum. Tólfta öldin var tekin sem meðalöld frá þessu sjónarmiði. Þeir notuðu það sem kallast “index points.” Með þessari aðferð gáfu þeir tólftu öldinni 2.678 en fyrsta fjórðungi af tuttugustu öld- inni 13,735.98. Eftir þessum tölum að dæma hefir verið 5,000 sinnum meira af stríði frá 1900 til 1925 en á allri tólftu öldinni, og ekki hefir batnað síðan 1925. Enginn aldarfjórðungur í allri veraldarsögunni komst nokkurs- staðar í námunda við aldarfjórðunginn, sem þá var nýlið- inn. Og hræðileg stríð hafa verið háð síðan 1925, og stríðið,

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.