Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1940, Síða 10

Sameiningin - 01.11.1940, Síða 10
136 að meðaltaJi virtir á $100,000. Á Park Avenue á milli 34. og 30. götu í New York búa ríkismenn eingöngu. Á einu ári voru útborganir í þessu dásamlega hverl'i sem fylgir- $50,000,000 fyrir kvenfatnað; $18,000,000 fyrir húsa- leigu; $16,000,000 fyrir loðvöru; $15,000,000 fyrir ferðalög; $15,000,000 fyrir listasöfn; $10,000,000 fyrir snæðinga á matsöluhúsum; $10,000,000 fyrir bifreiðar; $7,000,000 fyrir kvenhatta; $7,000,000 fyrir skemtisnelckjur; $5,000,000 fyrir ýmsar skemtanir; $4,000,000 fyrir “beauty shops.” Á sama tíma var mikið um örbirgð, hungursneyð og volæði í þessari sömu stórborg. Fjöldi fólks bjó við sult og seiru eða barðist í bökltum fyrir lífinu sjálfu. Gat þetta haldið áfram í hið óendanlega? Gat guðlegt réttlæti leyft annað eins til lengdar? Dómur þessa fólks kom á sínum tíma. Mér er meinilla við kommúnista-hreyfinguna guðlausu og alræmldu í Rússlandi. Stjórnarbyltingin þar var hræði- leg og hefir ekki haft neina blessun í för með sér. En gleymum ekki því, sem á undan var gengið. Gimsteinar keisarafólksins voru $225,000,000 virði. Ein kóróna þeirra kostaði $52,000,000. Emeraldsteinn var keyptur fyrir $8,- 000,000, saffírsteinn fyrir $11,000,000 og barnaleikspil fyrir $23,000,000. En þá voru í Rússlandi 23,000,000 á sveitinni. Hvar er keisaraættin nú og hvar eru gimsteinarnir hennar? Byltingin lcom. Dagar keisaranna urðu taldir! í Bandarílcjunum hefir hver hreyfingin rekið aðra ti! að koma auðkýfingunum fyrir kattarnef. Þeim hefir liðið alt annað en vel þessi síðari ár. Huey Long kom upp með sitt “Share the Wealth” prógram og lagði lil að allar fjöl- skyldur í Bandaríkjunum skyldu hafa $5,000 árstekjur. Father Coughlin, katólski pr.esturinn, myndaði sitt “National Union for Social Justice.” Dr. Francis Townsend stakk upp á að allir yfir sextugt skyldu fá $200 á mánuði frá stjórninni, en stjórnin átti að heimta þessa peninga frá auðkýfingunum. Upton Sinclair kom upp með sitt E.P.I.C. prógram. Hér í Kanada hefir Aberhart prédilcað “Social Credit” og Mr. Woodsworth “C.C.F.” Þessir menn með kommúnistum hafa skotið hinum ríku skelk í bringu. Eg tel samt ekki hina síðastnefndu hreyfingu með hinum tveimur, nema að því er snertir ótta auðkýfinganna. Eg er hvorki að mæla með eða móti þessum eða öðrum hreyfingum. Eg bind mig ekki við neinn flokk, nema lærisveinahóp Drottins Jesú. En eitt er víst: Þær hafa

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.