Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1943, Síða 3

Sameiningin - 01.03.1943, Síða 3
H>ametmngtn Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi Islendinga gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. i Vesturheimi. 58. ÁRG. WINNIPEG, MARZ 1943 Nr. 3 A hverju lifir maðurinn? Prédikun, íluíi 14. marz 1943, í Fyrsiu lúiersku kirkju, Winnipeg, og úivarpaS yfir siöðina CKY. “Maðurinn lifir ekki á brauði einu. saman. heldur á sérhverju orði sem fram gengur af Guðs munni.” Matt. 4:4. Á hverju lifir maðurinn? Hvað þarf hann að hafa til framfærslu lífi sínu til þess að það geti orðið farsælt og fagurt? Þessi spurning hefir verið eitt af viðfangsefnum bæði heimspekinnar og hinna ýmsu trúarbragða frá því sögur hófust, og enn eru skiftar skoðanir um það hvernig' henni verði best svarað. í kvöld vil eg leggja áherzlu á hvernig Jesús Kristur svaraði þessari spurningu. Svar hans verður' þeim mun eftirtektarverðara þegar þess er gætt hvernig stóð á fyrir honum þegar hann gaf það. Hann var þá, samkvæmt frásögunni í guðspjalli dagsins, staddur úti á eyðimörku, einn síns liðs og yfirkominn af húngri. Freist- arinn kom til hans og stakk upp á því við hann að það væri óþarfi fyrir hann að kveljast þannig. Ef hann væri Guðs sonur, gæti hann, ef honum byði svo við að horfa, búið til brauð úr steinum. Hví þá ekki að gjöra það samstundis? En þá gaf Kristur þetta merkilega og sígilda svar: “Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, heldur af sérhverju orði sem fram gengur af Guðs munni.” Andspænis þessu svari Krists skiftast menn í þrjá aðal flokka. Einn flokkurinn er Kristi algjörlega ósammála í þessu efni; annar flokkurinn er honum sammála að nokkru leyti; hinn þriðji telur svar hans hið eina rétta. Áður en lengra er haldið er það nauðsynlegt að skil- greina hugtakið “brauð”. Það hefir að minni hyggju hvergi

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.