Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1943, Side 9

Sameiningin - 01.03.1943, Side 9
39 föðursins. Líkami þinn kann að vera orðinn næsta hrörlegt híbýli nú, en brátt færð þú annað betra, ef þú reynist þess verðugur. Þess vegna mátt þú ekki vanrækja sálarlíf þitt, því þar er þinn innri og sanni maður. Hann talar máli helgunarinnar í öllu dagfari: Yertu hreinn, eins og eg er hreinn. Þegar oss mistekst og vér hrösum, eins og vér gjör- um þráfaldlega, talar hann máli fyrirgefningarinnar. “Eg sakfelli þið ekki — far og syndga ekki framar”. Vér höfum talsmann hjá föðurnum, Jesúm Krist, hinn réttláta. Þegar sorgir, andstreymi steðja að oss, og viðskilnaður vina blind- ar oss beiskum tárum, talar hann máli huggunarinnar. Og þegar vér svo að síðustu göngum ofan í skuggadalinn, tekur hann hönd vora og bendir oss á sólroðin fjöll í sumar- löndum lífsins hinu megin við dalinn, því “Hvað er hel? Öllum líkn er lifa vel, engill sem til lífsins leiðir, ljósmóðir, er hvílu breiðir, sólarbros, er birta él heitir hel.” Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, heldur á sér- hverju orði sem fram gengur af Guðs munni.” V. J. E. Tvö ár á Baffin-eyju Efiir Jón J. Bildfell. Það hafa nokkrir landar mínir minst á við mig. að segja eitthvað frá veru minni á Baffin-eyjunni og ferð minni þangað, opinberlega. Þó eg sé allra manna ófúsastur til að segja ferðasögu, því eg veit fyrirfram að hún yrði leiðinleg, eins og ferðasögur langflestar eru, þá hefi eg nú ásett mér að verða við bón þeirra manna, sem óskað hafa eftir að sjá eitthvað um ferð mína norður í höf á prenti og meiga þeir sér sjálfum um kenna ef það verður þeim og öðrum til leiðinda. Það kallast ekki lengur þrekvirki, þó að einhverjir álpist norður eða suður í heimskautalönd, æfintýrablær- inn er alveg horfinn af slíku ferðalagi, og menn geta ekki framar látið ljóma hugrekkis og æfintýra leiftra um nafn ;

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.