Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1943, Qupperneq 8

Sameiningin - 01.03.1943, Qupperneq 8
38 fullkomnasta orðið sem hann hefir við oss talað, er til vor komið fyrir Jesúm Krist. Þess vegna ber oss að hlýða sérhverju orði hans. Hvað stoðar það að tala við dauðvona menn um mannfélagslega umbótastarfsemi? Hver mundi láta sér til hugar koma að tala við líkbörur framliðinna um jafnaðarmensku, auðvaldsskipulag og ágalla þess? Eða eiga lífsreglur og stefnuskrá stjórnmálaflokkanna að koma í staðinn fyrir boðorðin tíu og bæn Drottins í uppfræðslu hinna ungu? Nei, vér þurfum á sérhverju orði Krists að halda. Vér megum ekkert orða hans vanrækja, sízt þau er snerta hinn andlega og eilíflega tilgang mannlegs lífs. Orð hans ná yfir alt sem er hugsað á jörðu; hann lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi, og það gjörir kirkja hans ekki heldur. Sérhvert orð sem Kristur mælti á brýnt erindi til vor. Vér heyrum hann tala máli guðstrausisins. Þegar hann þjáðist af hungri í eyðimörkinni, neitaði hann að víkja af Guðs vegum, eða rísa með ofbeldi gegn þeirri ráðstöfun sem hann vissi sér fyrir setta. Hann hafnaði þeirri freisting að nota guðdómlegan mátt sinn til að auka sín eigin þægindi, því þá hefði hann afsalað sér þeim for- réttindum sem hann var fæddur til; að vera frelsari mann- anna frá synd og duaða. Hann talar máli hins eilífa mann- gildis, og sjálfur er hann í dásamlegum eiginleikum sínum, persónu, kenningum og dæmi, talandi vottur hins háa mats sem á manninn er sett af Guði föður. Hann veit að mann- kynið er sjúkt til dauða, og að hvorki efnishyggja, mann- úðarstefnan ein sér, lögregludómar né nokkurt ytra vald- boð, koma nærri því að lækna þá meinsemd. Honum er það ekki nóg að skera utanfrá í þá hræðilegu ígerð sem æxlast hefir á líkama mannlegs skipulags, og eitrað hefir líf mann- anna. Hann, hinn mikli mannþekkjari veit að í hjartanu eru uppsprettur lífsins. Þess vegna miðar alt starf hans að því að hreinsa blóðstrauminn, helga hjartað. Þessu verður ekki til vegar komið með valdboði, mannfélagslegum um- brotum, eða kollvörpun einhvers skipulags til þess að koma einhverju öðru skipulagi að. Þess vegna hefir hann kosið þá leið fyrir kirkju sína að hún skuli koma fram í hlutverki saltsins sem verndar, og súrdeigsins sem hægfara breiðist út. Þannig aðeins verður kirkja hans reist á traust- um grunni, og guðsríki staðfest í hjörtum frjálsra manna. Orð hans til hvers manns er þetta: Guð elskar þig, þú ert eilíf vera, sköpuð í hans mynd. Líkama þinn átt þú að varðveita meðan varir, því að hann er eitt af híbýlum

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.