Sameiningin - 01.03.1943, Qupperneq 16
46
náð augnamiðum vorum, en hann sýnir oss hver augna-
miðin ættu að vera, og það ætti fyrst að vera útkljáð.
Hann segir oss að stefna að þeim lífsástæðum sem þroska
hverja manneskju og hæfileika þá, sem Guð hefir gefið
hverjum einum, í sem víðtækustu og fylstu samfélagi og
unt er. Það er hið almenna augnamið, sem allir flokkar
ættu að stefna að eftir þeirri leið, sem þeir álíta bezta. En
ef kristnar hugsjónir eiga að ráða, verður þetta að vaka
fyrir og vera mælikvarði á heilbrigði hverrar tillögu.”
K. K. Ó.
NÝÁRSDAGUR.
Lag: "Hver sem ljúfan Guð lætur ráða".
Nú roðar fyrir nýjum degi
hér nemur staðar hugur minn.
í andans lotning höfuð hneigi,
oss heilsar nýársdagurinn.
Frá konung lífsins kominn er
að kalla oss í fylgd með sér.
Guð þekkir upphaf alls og endir
sem öllu takmörk hefir sett.
Hann áminning oss einnig sendir
að elska sig og breyta rétt.
Að deyða mann ei megum vér
af miskun Guðs það bannað er.
Nú falla þúsund þúsundanna
mót þínum vilja, faðir minn.
að fyrirlagi foringjanna,
er fótum troða boðskap þinn.
Saklausra blóði úthelt er,
allur réttur úr skorðum fer.
Þeir berast fram á banaspjótum
og blóði drifin jörðin er,
það heyrast kvein frá hjartans rótum
um heiminn grimdaræði fer.
Frá vítis eldi veraldar
er verða kann til hreinsunar.
Vegur andans.
Guðs alvæpni er öllu ofar
og inst í kristnum sálarreit.
Sú lífsins hersveit herrann lofar