Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1943, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.04.1943, Blaðsíða 6
52 Englendingum. Hann vill að íslenzka þjóðin eignist meira af þeim anda. Svo kemur niðurlagið, sem einkum snertir það er hér hefir verið gert að umtalsefni. Ríkisstjóranum farast þannig orð: “Eg á einnig aðra ósk. Góðvinur föður míns sagði við mig fyrir tuttugu árum, að faðir minn hefði einu sinni mælt við sig eitthvað á þessa leið: Ef allir íslendingar, sem komnir eru til vits og' ára, gerðu sér að reglu að lesa Fjallræðuna, ekki einu sinni heldur oft á ári, mundi íslenzku þjóðinni farnast betur en ella. Nú vil eg gera þessi ummæli föður míns að nýársósk til ykkar, sem heyrið mál mitt, og til allrar íslenzku þjóð- arinnar. Eg óska þess að þið lesið Fjallræðuna, lesið hana oft. — Máske vildi eitthvert blaðanna ljá Fjallræðunni rúm við tækifæri. Þeir sem vildu gætu klipt hana úr blaðinu og geymt hana. Þótt Fjallræðan sé lesin oft munu menn ekki þreytast á lestrinum. En hún þarf að lesast með athygli og einlægum vilja til góðs. Méð þessum orðum óska eg fósturjörðinni alls vel- farnaðar á árinu sem nú er að byrja. Eg óska ykkur öllum, öllum íslendingum, sérhverjum manni og sérhverri 'konu, ungum og gömlum gleðilegs nýárs.” ísland er heppið að eiga svo kristilega hugsandi ríkis- stjóra. Orð hans hafa gildi fyrir okkur hér á vesturslóðum engu síður en frændur vora á íslandi. K. K. Ó Fyrir nokkru las eg yfirlit yfir bók eftir J. A. Thomp- son, sem fjallar um andlegar athafnir manna yfirleitt, og tekur dæmi af fiskakyni, sem berst á yfirborði hafsins; sumir fiskar beita sér gegn vindi og straum, ákveðnir í því að ná áformuðum lendingarstað; aðrir láta sér nægja, að láta rekast aftur og fram eftir vind og straum, eftir því sem verkast vill. Andleg viðleitni og athafnir sumra manna líkjast lax- inum, sem ræðst upp gegn straumhörðum fossum; aðrir halda leiðar sinnar eins og marglittan, sem glitrar í sólar- geislunum, en er að öðru leyti gagnslaus með öllu. og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.