Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1943, Side 9

Sameiningin - 01.04.1943, Side 9
55 Fyrst er þá að minnast á flokk þann er Lillimuit nefnist á Eskimóamáli, Pygmie’s á ensku, en dvergar á íslenzku. Við vitum að slíkt fólk er til. Fyrstar sagnir um það er að finna í Ilions-kvegu Hómers. Aristotle segir af- dráttarlaust, að slíkt fólk hafist við í fenmýrunum við upp- tök Níl árinnar. Annars veit maður með vissu, að þetta fólk er enn til í Afríku beggja megin miðjarðarlínunnar. 1 Egiptalandi hafa leifar þess einnig fundist við Sakkarah. Myndir höggnar á legsteina frá árinu 3366 f. k., að menn halda og Horodótus skrifaði um fjölmennan flokk dverga, sem heima eiga á miðju Indlandi. Ennfremur skrifar Kínverski rithöfundurinn Shao Fu-kua um dvergþjóð er heima eigi á Philippiu-eyjunum í byrjun 13. aldarinnar. Á þessu sézt að í fornöld hefir þessi dvergþjóð verið nokkuð útbreidd, en að hún hafi flutzt til Evrópu svo að nokkru nemi eru engar sannanir til fyrir, aðrar en þær, að beinagrind af mjög smávöxnum manni fansi skamt frá Schaffhausen í Sviss, sem ýmsir velmetnir mannfræð- ingar halda fram að séu leifar af Evrópískri dvergaþjóð frá síðari hluta steinaldarinnar. Steinkofar, eða fylgsni, sem fundist hafa í norðurhéruðunum, sem eru svo lítil og óvistleg að talið er víst að þar sé ekki um að ræða bústaði fullvaxins fólks og það þriðja og síðasta að minn- ingin um þetta Lillimuit-fólk lifir í trú og endurminning Eskimóanna, sem norður-héruðin byggja nú, en sú trú, og' endurminning er á svipaðan hátt og huldufólks og drauga- trú íslendinga var á meðan hún stóð í veldi sínu. Eskimóar trúa því staðfastlega að þessir Lillimuits séu enn til. að þeir búi í steinum, holtum og hömrum, að þeir séu svartir á lit, ljótir útlits og útsettir með að vinna Eskimóum alla þá bölvun sem þeir geti, eins og örgustu og illvígustu afturgöngur áttu að sér að gjöra á meðan þær voru upp á sitt besta úti á íslandi. Iunnítar. Iunnítarnir voru áreiðanlega til, þó enginn viti hvenær að þeir hafi sest að í norður-héruðum Canada, eða hvað an þeir komu. Þeir voru miklir menn vexti. Með afbrigðum skotfimir, en furðulega hirðulausir um átlit sitt og klæða- burð. Sagt er að þeir hafi gjört föt úr óverkuðum selskinn- um og selspikið hafi hangið utan á þeim, því þeir snéru hárum skinnanna inn og sýnir það smekk á mjög lágu stigi. Um andlegt ástand Iunnitanna vita menn lítið, því eftir

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.