Sameiningin - 01.04.1943, Side 15
61
skap og ódáð.
Eg veit að líf mitt getur ekki enst nema stutta stund,
og þú verður að fæðast í heiminn til þess að bvggja líf
þitt á grunavelli yfirsjóna minna. Fyrirgefðu mér. Eg fyrir-
verð mig fyrir að skilja þig eftir í umheimi, sem er um-
turnaður og erfiðleikum hlaðinn. En það er óumflýjanlegt.
í huganum þrýsti eg bænheitum kossi á enni þér.
Góða nótt — góðan morgun, og blíða og bjarta dagrenning.”
Hér endar bréfið. Þegar félagar Péturs komu aftur til
bæjarins, sem hann átti heima í fréttu þeir að Þjóðverjar
hefðu myrt Maríu ekkju Péturs nokkrum dögum áður en
tími hennar var kominn til að ala barn sitt. Bréfið sem félag-
ar Péturs gátu ekki komið til skila fyr en of seint, er því
orðið ávarp til allra ófæddra barna í hinum æsta og
hatursfulla heimi.
Þýtt J. J. B.
í Starf mitt
Eins og kunnugt er innan kirkjufélagsins hefi eg ekki
verið bundinn föstu kirkjulegu starfi í þjónustu safnaða
eða á útbreiðslusviðinu síðan um mánaðamótin júlí og'
ágúst á liðnu sumri. Lauk þá mánaðarstarfi í bygðunum
norður með Manitobavatni beggja megin við Norrows.
Hélt eg þá heimleiðis til Seattle. Þar á eftir leyfðu ekki
ástæður að eg sinti neinu starfi um hríð. Eftir hátíðir í
vetur barst mér vitneskja um að í borginni Chicago væri
ef til vill tækifæri fyrir mig að komast að trúnaðarstarfi
í þjónustu sambandsstjórnar Bandaríkjanna á sviði er
snertir mjög velferð mála hennar á ófriðartíma eins og
þessum. Talaði þetta til mín bæði vegna þess að eg þarfn-
aðist stöðu og hins að hér var um þjóðþrifa starf að ræða.
Fanst mér því ástæða til að grenslast eftir þessu nánar og
tókst ferð á hendur austur í byrjun febrúar. Eftir að hafa
fullnægt fyrsta prófi til starfsins, fékk eg einnig vitneskju
um að á þessu sviði var bein eftirleit eftir manni með
þekkingu á kirkjulegum málum og því sem hugsað og
ritað er um mannfélagsvelferð og hreyfingar á því sviði.
Þetta hefir til margra ára verið eitt mitt mesta hugðar-
mál eins og þeim er kunnugt sem að einhverju leyti hafa
notið starfs míns. Staðfesti þetta hjá mér að hér væri
*