Sameiningin - 01.04.1943, Qupperneq 7
53
lætur rekast án minstu viðleitni af sjálfsdáðum, og berst
að síðustu upp á ströndina, þar sem hún fyrirferst.
Það er dygð að bíða ekki tækifæranna þar til þau koma
upp í hendurnar, heldur leita þeirra og mæta þeim á miðj-
um vegi.
Það eru til ótal sögur um það, hvernig menn hafa
brotist áfram til vegs og virðingar, einmitt vegna þess, að
þeir breyttu í líkingu við athafnir laxins í sjó og vötnum.
Þeir sæta hverju tækifæri, og láta ekkert ógert, jafnvel
þótt það sýnist í sjálfu sér ekki hafa mikla þýðingu fyrir
framtíð þeirra eða geta komið þeim nokkuð áleiðis.
Þetta á við ekki síst í andlegum efnum; enda er því vei
lýst í “För pílagrímsins” eftir Bunnyan.
Kristinn er á ferð fyrir framan tígulega höll; fyrir
framan höllina stendur hópur manna, sem vilja gjarnan
ná inngöngu í höllina, en þeir þora ekki að leita inn, vegna
þess að lítt árennilegir dyraverðir standa fyrir hallardyr-
um; þá gengur Trúr fram, og eftir að nafn hans hefir verið
fært inn í bók hallarritarans, ræðst hann til inngöngu, og
kemst inn eftir allharða sennu við dyraverði; hinir aðrir
dirfast ekki að fylgja eftirdæmi hans og sitja svo eftir.
Þannig skilgreinir bókarhöfundur milli dáðríkra manna
og dáðlausra, og afdrif þeirra.
Þetta minnir á hin gullfallegu orð Jóns skálds Thorodd-
sens, sem ættu aldrei að gleymast, og ailra sízt ísiending-
um:
“Sá sem að eigin á alf aldreigi treystir né reynir,
tilfella hættlegt um haf hrekst fyrir vindi og straum,
Alt eins og ýtalaust fley ellegar sjóbarinn drumbur.
Rán sem að skellir við sker, skolar svo brotnum á land.
Hinn sá er vongóður var, og vann meðan kraftarnir levfðu,
öndverður andstreymi rís, ókvíðinn hættuna sér —
oft honum ásmegin jók, svo allar fékk þrautirnar sigrað,
stýrði hjálpræðis hönd, hulin þeim vonina brast.”
Nú vaknar sú spurning, hvort það sé nokkuð, sem meir
íefur fyrir andlegum og verklegum fraimkvæmdum mann-
félagsins, en þeir meðlimir þess, sem “fljóta sofandi að
íeigðarósi.” Og afdrif þeirra eru eins og marglittunnar, sem
íyrirferst á ströndinni. “Þars anda og hjarta alt er sneitt,
og ekkert hærra mið.” Jafnvel frelsari vor fór ekki var-
hluta af þessum þróttlausu og andlausu mönnum; margir
þeirra yfirgáfu hann eða hlupu undan bagga, þegar hættan