Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1943, Qupperneq 8

Sameiningin - 01.04.1943, Qupperneq 8
54 blasti við; jafnvel postularnir létu dragast inn í þann flokk; þetta sýnir hættuna, sem vofir yfir öllum mönnum. Mér dettur í hug reynsla Sverris Noregskonungs, þegar hann var að hefja árás sína til þess að brjótast til valda í Noregi. “Hann kannaði lið sitt og reyndist svo, að margir höfðu með litlum dyggleik til handa honum gengið; og meir af því, að þeir hugðust ránsmenn að gerast, heldur en kon- ungi sínum til sæmdar að berjast; því að hann hafði þá eigi fleiri menn en eina 70 þeirra 4000 er von var.” Þetta mun því miður almenn reynsla um heim allan á öllum tímum. Að endingu er þá þessi spurning, sem er holt fyrir hvern mann að leggja fýrir sig: Hverjum flokkinum til- heyri eg? Hvort telst eg meðal þeirra, sem fylli flokk mnnna án hugsunar eða viðleitni, og læt mér nægja að vera talinn með hvort sem eg geri mikið eða lítið, eða læt mér nægja, að halda mér við útboð starfsins, og sýni mjög smáa við- leitni í því, að láta muna sem allra mest um liðsinni mitt? Eða er eg síhugsandi og sístarfandi í þá átt, að félagskapur sá sem eg tilheyri fái þrifist og dafnað og blómgast svo, að hann leiði til blessunar á allan hátt? Eftir því svari sem eg í einlægni gef við þessari spurn- ingu fer líf mitt, verðmæti þess og virðing. s. s. c. Tvö ár á Baffin-eyju ; Efiir Jón J. Bildfell. j Börn snjólandanna. Þannig hefir fólk það sem norðurhéruð og norður ey- lendur Canada byggja oft verið nefnt. Fólk það á sér sögu — að mestu leyti óskrifaða sögu, — því það er ekki fyr en á síðustu tímum, sem því, eða uppruna þess heíir verið nokkur gaumur gefinn. Auðvitað væri það dul ein af mér að reyna að rekja sögu þeirra í þessu máli, því hvorki eru næg skilríki til þess fyrir hendi, né heldur rúm eða tími, en þó finst mér nauðsynlegt til skýringar að geta flokka þeirra, sem mannfræðingar ýmist halda eða vita, að byggt hafi héruð þess og byggja þau nú.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.