Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1943, Qupperneq 11

Sameiningin - 01.04.1943, Qupperneq 11
57 en Eskimóar ekki. Þeir eru framandi þjóð, eða flokkur sem flytur sig til og frá eftir veiðiaðstöðu. Iunnitarnir bvgðu varanleg heimili, rammgjörð og stæðileg. Hús þeirra voru bygð úr grjóti og torfi, mjög líkt því, sem tíðkaðist á íslandi í gamla daga, og enda enn. Annað lagið úr steini, hitt úr torfi. Hús þeirra voru hringmynduð með tveimur íbúðum og anddyri. Fyrir dyrastafi hafa þeir notað hvalskjálka, en hvalsrif fyrir rafta. Húsin hafa verið all rúmgóð. Innra herbergið auðsjáanlega svefnherbergið, enda sést allvíða enn fyrir rúmpöllunum sem bygðir hafa verið meðfram veggjunum og hefir fólkið legið þar í flatsæng. Fremra herbergið hefir verið notað sem eldhús, og setustofa, en anddyrið sem geimslustaður og veðrabrjótur. Það sem sérstaklega vakti athvgli mína á þessum lunnit-húsum, eða rústum, auk stein og torfhleðslunnar, var það að húsin nálega öll hafa snúið til norðurs og er það einkennilegt, því oft næðir hann kaldur á norðan á norðurhluta Baffin-eyjunnar. Ekki nokkur tilraun gjörð til þess að leita skjóls, eða njóta sólar og er ekki got.t að gjöra sér skiljanlega grein fyrir því fyrirkomulagi. Annaö sem mann furðar stórum á er, hvernig að Iunnitarnir hafa farið að færa björgin úr stað, sem víða sjást í undirstöðum og veggjum húsanna. í huga sínum efast maður um að jafnvel Grettir Ásmundsson hefði getað fært sum þeirra úr stað, svo eru þau voldug. Það virðist að þessir Iunnitar hafi verið all félagslyndir, því óvíða hafa bæir þeirra staðið einir sér, eða út af fyrir sig, heldur fleiri saman. Sumstaðar heil þorp, eins og við Ponds Inlet, þar sem eg taldi á milli þrjátíu og fjörutíu rástir, og hafa sjálfsagt verið mikið fleiri. Um uppruna Iunnitanna vita menn ekki. Peter Froegen segir í sögu sinni “The Eskimo”, að þeir muni frá Evrópu komnir vera. Ekki færir hann neinar heimildir fram fyrir þeirri skoðun sinni og er því máske ekki mikið á henni að byggja þó Froegen sé að öllum líkindum bestur heimilda- maður að því er núlifandi Eskimóa snertir. En þó að menn viti ekkert með neinni vissu um upp- runa þeirra, þá vita menn talsvert meira um endalokin, því Iunnítarnir eru nú með öllu útdauðir. Eftir munn- mælasögum Eskimóa, þá héldu Iunnitarnir sig lengi vel sér og áttu lítil mök við Eskimóa framan af, en bjuggu að sínu, og á meðan svo stóð gekk allt vel. En þar kom að þeir tóku að blandast Eskimóaflokkum, sem var mikið

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.